Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2012 | 17:45

Tom Watson segir að notkun á „kústskaftspútterum“ sé ekki golf

Tom Watson telur að notkun á bumbupútterum, sem hann nefnir í háðungarskyni „kústskaftspúttera“ sé ekki golf og þeir veiti kylfingum ákveðið hagræði. Þeir sem endurskoða golfreglurnar (USGA og R&A) eru taldir munu banna bumbupúttera í árslok, þó bannið komi ekki til framkvæmda að fullu fyrr en 2016. Meðan að kústskaftspútterar hafa verið til staðar í langan tíma þá hefir notkun þeirra aukist á öllum helstu golfmótaröðum heims nú undanfarið, þ.á.m. meðal margra leiðandi kylfinga, t.d. Adam Scott, sem tókst að skipta yfir í þá löngu með góðum árangri. Þrír af síðustu 5 risamótameisturum hafa notað langa púttera og þeim fer fjölgandi sem krefjast þess að kústskafta eða bumbupúttarar verði bannaðir. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2012 | 13:00

Adam Scott sér enga ástæðu til að banna bumbupútterana

Adam Scott, sem nú leiðir á WGC HSBC mótinu í Mission Hills ásamt Louis Oosthuizen, eftir 1. dag mótsins, er síðasti kylfingurinn, sem blandað hefir sér í bumbupútteraumræðuna. Hann sér enga ástæðu til þess að banna bumbupúttera (ens. Belly putters) líka nefndir langir pútterar eða magapútterar hér á landi. „Hver eru rök þeirra (USGA og R&A) fyrir að vilja líta á þá (pútterana) núna? Enginn hefir fært mér nein góð rök fyrir því“ sagði Scott. „Ég myndi vera undrandi ef þeir yrðu algerlega bannaðir; en það verður bara að taka á því ef það gerist.“ „Fyrir mig persónulega þá finnst mér það ekki mikið mál eins og nokkrum öðrum. Ég hef spilað Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Gary Player – 1. nóvember 2012

Afmæliskylfingur dagsins er ein af golfgoðsögnunum 3, Gary Player. Hinar eru auðvitað Arnold Palmer og Jack Nicklaus, sem ekki eiga afmæli í dag! Gary Player fæddist 1. nóvember 1935 í Jóhannesarborg í Suður-Afríku og er því 77 ára í dag. Gary sigraði 9 sinnum í risamótum á ferli sínum sem atvinnumaður í golfi: Masters: 1961, 1974, 1978 Opna bandaríska: 1965 Opna breska: 1959, 1968, 1974 PGA Championship: 1962, 1972 Gary Player eftir sigur á Opna breska – einu af 9 risamótssigrum sinum. Þessir 9 sigrar ásamt 9 sigrum hans á risamótum Champions Tour gera það að verkum að hann er álitinn einn af yfirburðakylfingum í sögu golfsins.  Gary Player var Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2012 | 10:00

Tinna varð í 4. sæti á Krít

Tinna Jóhannsdóttir, GK, keppti s.l. sunnudag 28. október í Crete Ladies Open, sem er mót á LET Access Series. Spilað var í Hersonissos í Golfklúbbi Krítar í Grikklandi upp á € 25.000 í verðlaunafé.  Upphaflega átti mótið að vera þriggja daga þ.e. frá 28.-30. október en vegna illviðris voru síðari 2 hringirnir felldir niður og úrslit 1. dags látin standa. Tinna náði þeim frábæra árangri að veða í 4. sæti ásamt 8 öðrum.  Hún lék á parinu fékk fugl og skolla bæði á fyrri og seinni 9 og síðan 14 pör. Glæsileg spilamennska! Fyrir 4. sætið hlaut Tinna € 1058,78 í verðlaunafé  (u.þ.b. 175.000,- íslenskra krónur). Í 1. sæti varð Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2012 | 09:45

WGC: Adam Scott og Louis Oosthuizen leiða eftir 1. dag í Guangdong

Nú í nótt hófst á einum af 12 Olazábal hönnuðum golfvöllum Mission Hillis golfklúbbsins í Guangdong í Kína,WGC HSBC Champions mótið í golfi. Eftir 1. dag eru þeir Adam Scott og Louis Oosthuizen efstir eftir að hafa komið í hús á 7 undir pari, 65 höggum. Scott fékk örn, 6 fugla, 10 pör og 1 skolla en Oosthuizen átti glæsilegan hring, skorkortið hans var skollafrítt með 7 fugla og 11 pör! Aðeins 1 höggi á eftir eru 4 frábærir kylfingar, þ.á.m. Peter Hanson sem ætlar að gera Rory róðurinn erfiðan með að hreppa 1. sætið á peningalista Evrópumótaraðrainnar.  Hinir sem deila 3. sætinu með Hanson, eru Phil Mickelson, Bubba Watson Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2012 | 19:15

Bradley íhugar málaferli til að berjast gegn banni á bumbupútterum

Keegan Bradley er tilbúinn að berjast fyrir bumbupútteranum sínum (ens.: Belly Putter). Búist er við að bandaríska golfsambandið USGA og R&A í St. Andrews muni á næstu mánuðum banna bumbupútterana, sem njóta sívaxandi vinsælda. Keegan Bradley, sigurvegari PGA Championship risamótsins 2011 sagðist að hann myndi hugsanlega fara í mál yrðu þeir bannaðir. Bradley, sem var fyrsti kylfingurinn til þess að vinna risamótstitil með bumbupútteranum, segir að hann ætli að berjast gegn banninu. „Ég ætla að gera það sem til þarf til þess að verja sjálfan mig og aðra kylfinga á Túrnum,“ sagði Bradley. „Ég lít á þetta (sem málsókn) fyrir okkur alla. Ég lít ekki svo mikið á þetta fyrir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2012 | 18:45

NGA: Þórður Rafn komst í gegnum niðurskurð á Stoneybrook!!!

Þórður Rafn Gissurarson, GR, komst í dag í gegnum niðurskurð á 2. móti NGA Pro Tour – Bridgestone Winter Series, en mótið fer fram á golfvelli Stoneybrook golfklúbbsins í Flórída. Mótið stendur dagana 30. október – 1. nóvember og þátttakendur eru 57.  Ljóst er því að Þórður Rafn er einn af 19 sem spila 3. hringinn á morgun til fjár og sá fyrsti sem það gerir af Íslendingunum 3 úti!!! Þórður Rafn er samtals búinn að spila á 5 yfir pari, 149 höggum (76 73) og varð í 19. sætinu og var síðastur til að komast í gegnum niðurskurð. Alexander Aron Gylfason, GR,  var á samtals 15 yfir pari 159 höggum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2012 | 18:30

Peter Hanson keppir við Rory um 1. sætið á peningalista Evrópumótaraðarinnar

Það fer að líða að lokum Evrópumótaraðarinnar og eitt af mótunum þar sem peningaverðlaun eru hvað hæst hefst á morgun þ.e.  HSBC Champions. S.s. Golf 1 greindi frá í morgun mun Rory McIlroy ekki taka þátt við litla hrifningu styrktaraðila mótsins – Peter Hanson hins vegar tekur þátt. Ef Hanson lendir ofarlega á stigatöflunni gæti hann náð að minnka bilið milli sín og Rory allverulega en einungis munar € 812.572 milli þeirra og verðlaun í Kína há.  Nr. 1 á heimslistanum ætlar að reyna að feta í fótspor Luke Donald og verða efstur á peningalistum beggja vegna Atlantsála, bæði á PGA Tour og Evrópumótaröðinni.  Spurning hvort honum takist það? Peter Hanson Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2012 | 17:50

Afmæliskylfingur dagsins: Hlynur Geir Hjartarson – 31. október 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Hlynur Geir Hjartarson. Hlynur er fæddur 31. október 1976 og er því 36 ára í dag. Hann er framkvæmdastjóri Golfklúbbs Selfoss (GOS). Árið hefir verið nokkuð viðburðaríkt hjá Hlyn Geir, en fyrir utan það að vera fararstjóri í golfferðum Heimsferða útskrifaðist hann í ár sem PGA golfkennari frá Golfkennaraskóla PGA. Hlynur Geir er klúbbmeistari Golfklúbbs Selfoss 2012 og stigameistari Eimskipsmótaraðarinnar. Hann setti auk þess glæsilegt vallarmet á Svarfhólsvelli í ár, 62 högg!!! Hlynur Geir kvæntist á árinu konu sinni Gunnhildi Katrínu Hjaltadóttur en þau eiga 3 börn.  Sjá má nýlegt viðtal Golf 1 við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR:  Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2012 | 17:25

Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór lauk leik í 9. sæti á SFA Crown Classic

Andri Þór Björnsson, GR og golflið Nicholls State, Geaux Colonels tóku dagana 29.-30. október þátt í SFA Crown Classic mótinu, sem fram fór í Lufkin, Texas. Þátttakendur voru 44 frá 8 háskólum. Andri Þór lauk keppni í 9. sæti, sem hann deildi með öðrum; var á samtals 230 höggum (78 73 79). Hann var á besta skori Geaux Colonels golfliðs Nicholls State.  Glæsilegur topp-10 árangur hjá Andra Þór!!! Golflið Nicholls State lauk keppni í 5. sætinu í liðakeppninni. Næsta keppni Andra Þórs og Geaux Colonels er Red Wolf Fall Beach Classic, þann 5. nóvember n.k. í Penninsula golfklúbbnum í Gulf Shores, Alabama. Til þess að sjá úrslitin í SFA Crown Lesa meira