Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, Íslandsmeistari í höggleik kvenna 2012 – en mótið fór fram á Strandarvelli – Hellu. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2012 | 19:50

Bandaríska háskólagolfið: Valdís Þóra og Texas State luku leik í 10. sæti á Alamo Inv.

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL  og golflið Texas State luku í dag keppni á the Alamo Invitational á Briggs Ranch golfvellinum í San Antonio, Texas.

Þetta var þriggja daga mót, sem stóð dagana 28.-30. október og þátttakendur voru 78 frá 15 háskólum.

Valdís Þóra  spilaði á samtals 10 yfir pari, 226 höggum (73 80 73). Hún bætti sig um heil 7 högg frá deginum áður og fór úr 49. sætinu í 45. sætið í einstaklingskeppninni. Valdís Þóra var á 3. besta skori liðs síns og taldi það því.

Texas State lið Valdísar Þóru lauk keppni í 1o. sætinu í liðakeppninni.

Næsta mót Valdísar Þóru er á vorönn þann 4. febrúar 2013 þ.e. University of Miami Invitational.

Til þess að sjá úrslitin á Alamo Invitational SMELLIÐ HÉR: