Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2012 | 14:15

GÓ: „Góðri vertíð Golfklúbbs Ólafsfjarðar er að ljúka“ eftir Rósu Jónsdóttur, formann GÓ

Hér á eftir fer grein Rósu Jónsdóttur, formanns Golfklúbbs Ólafsfjarðar um starfsemi GÓ sumarið 2012:

Rósa Jónsdóttir, formaður GÓ, ásamt syni sínum Þorgeiri Erni Sigurbjörnssyni. Mynd: Golf 1.

Veðurfar var almennt gott í sumar, sem gaf kylfingum gott tækifæri til að stunda íþróttina.  September var þó undantekning, með mikilli rigningu og vindi.

Ferðamönnum á Skeggjabrekkuvöll hefur farið fjölgandi sl. tvö ár eða frá því að Héðinsfjarðargöng opnuðu.

Sumarið hófst með því að boðið var upp á byrjendanámskeið og var þátttaka með ágætum. Boðið var upp á æfingar hjá börnum og unglingum þrisvar í viku og stóðu þr yfir frá nóvember (inniæfingar yfir vetrarmánuðina) og út september. Kennari var Heiðar Davíð Bragason PGA og leiðbeinandinn Sigurbjörn Þorgeirsson.

Ýmislegt hefur verið í boði til þess að auka félagsandann í klúbbnum.  Konur hittust á mánudagskvöldum, karlar á þriðjudagskvöldum og var leikið golf með hinum ýmsu fyrirkomulögum. Eldri mennirnir okkar hittust flesta morgna og léku golf. Góð þátttaka var í þessum skipulögðu atburðum sumarsins.

Mót sumarsins:

* Meistaramót GÓ, fjöldi þátttakenda 41. Klúbbmeistari karla Sigurbjörn Þorgeirsson og kvenna Brynja Sigurðardóttir.

* Spól mótaröðin var haldin á miðvikudögum í sumar, stigamót, fjöldi þáttakenda í einstaka mótum var 38.  Stigameistari í höggleik án forgjafar var Sigurbjörn Þorgeirsson og í punktakeppni með forgjöf Björn Kjartansson.

* Opna Rammamótið, 22 þátttakendur. Arnór Snær Guðmundsson, GHD, sigraði með 35 punkta.

* Minningarmót GÓ, 31 þátttakendur, Haukur Hilmarsson, GR, sigraði með 40 punkta.

* Opna Aveda, kvennamót, 35 þátttakendur. Gígja K. Kristbjörndóttir, GHD sigraði í flokki kvenna með forgjöf 28 og lægri en Guðrún S. Steinsdóttir sigraði í flokki kvenna með forgjöf 28 og hærri.

* Jónsmessunótt GÓ og Íslenska gámafélagsins, 22 þátttakendur. Björn Kjartansson sigraði með forgjöf.

Golfklúbburinn hélt eitt stórt barna- og unglingamót. 79 þátttakendur koma allsstaðar að af Norðurlandinu. Keppt var í 10 flokkum. Ánægjulegt var að sjá hve mikil fjölgun var í byrjendaflokkum drengja og stúlkna. Auk þessa stóra unglingamóts voru einnig önnur innanfélagsmót haldin fyrir þá.

Ungmennin okkar tóku þátt í Norðurlandsmótaröðinni sem hefur verið samstarf milli klúbbanna á Norðurlandi. Þar stóð Þorgeir Örn Sigurbjörnsson 13 ára sig best og endaði í 3. sæti í flokki 14 ára og yngri. Einnig áttum við fulltrúa í Íslandsmótaröð unglinga.

Sveitakeppni GSÍ, 2. deild kvenna var haldin á Ólafsfirði í ár. 8 sveitir tóku þátt. Sveit GÓ endaði í 5. sæti.

Karlasveit GÓ leik í 2. deild Sveitakeppni GSÍ og sigraði með glæsibrag. Þeir munu leikaí efstu deild að ári.

Vertíðinni lauk með glæsibrag, bændaglímu, þar sem lið Sigmundar Agnarssonar skellti liði Svavars Bergs Magnússonar. Að því loknu var boðið til veglegrar matveislu og uppskeruhátíðar, þar sem sumarið var gert upp.   Rósa.