Luke Donald mun ekki verja titil sinn á Children´s Miracle Network Hospitals Classic – ætlar að vera heima hjá veiku barni sínu
Luke Donald, sem vann á síðasta ári Children’s Miracle Network Hospitals Classic og náði þar með efsta sætinu á peningalista PGA Tour, mun ekki spila á mótinu í ár vegna aðgerðar sem önnur dætra hans er að fara í. Í fréttatilkynningu frá honum sagði: „Mér þykir leitt að ég er ófær um að verja titil minn á Children’s Miracle Network Hospitals Classic á þessu ári, þar sem það mót var mikilvægur hápunktur fyrir mig árið 2011. Karríera mín sem kylfings gerir miklar kröfur til mín skv. dagskrá og ég er oft tilneyddur til að missa af dýrmætum tíma með fjölskyldu minni þegar ég ferðast um heiminn, en í þessu tilviki er Lesa meira
GKS: Farið yfir golfsumarið hjá Golfklúbbi Siglufjarðar e. Ingvar Hreinsson formann GKS
Í eftirfarandi grein fer Ingvar Kr. Hreinsson, formaður Golfklúbbs Siglufjarðar, yfir það helsta í starfsemi klúbbsins á s.l. golfsumri: „Tunnumótið var leikið þann 1. júlí í sól og brakandi blíðu. 16 kylfingar tóku þátt í mótinu, fyrir komulag var punktakeppni í einum opnum flokki. Úrslit voru þessi: 1. sæti Jóhann Már Sigurbjörnsson með 38 punkta. 2. sæti Ólafur Þór Ólafsson með 36 punkta. 3. sæti Ingvar Kr. Hreinsson með 35 punkta. Einnig voru veitt nándarverðlaun á par-3 holum en þau hlutu: Jóhanna Þorleifsdóttir, Ólafur H. Kárason og Jóhann Már Sigurbjörnsson. Nándarverðlaun eru veitt þeim sem næstur er holu eftir upphafshögg á par-3 holum. Tunnan prentþjónusta er stuðningsaðili mótsins og kann Golfklúbburinn Lesa meira
Mickelson meðal þátttakenda í Mission Hills
Phil Mickelson tekur þátt í WGC-HSBC Champions í Kína í þessari viku en viðurkennir að síðasti ósigur í Ryder bikars keppninni hafi verið „ein af mestu lægðum ferils síns.“ Sigur Justin Rose á Mickelson í tvímenningsleikjum sunnudagsins var lykilatriði í að Evrópa náði að snúa við blaðinu eftir að hafa verið undir 10-6 fyrir lokadaginn í Rydernum í Medinah. Phil, sem hefir tvisar sinnum áður sigrað á WGC – HSBC Champions, leit aftur tilbaka á vonbrigðin í Ryder bikarskeppninni í viðtali fyrir mótið. „Fyrstu 2 vikurnar eftir Ryder bikarinn voru virkilega daprar, þetta er ein af mestu lægðum ferils míns,“ sagði hinn 42 ára Phil. „Það voru svo miklar tilfinningar í Lesa meira
GVS: Reynir Einarsson sigraði á Kálfatjarnarvelli
S.l. sunnudag fór fram 7. mótið af 8 í Opnu Haustmótaröð GVS og Bláa Lónsins. Þátttakendur voru 21 og spilaðar voru 9 holur í alveg ágætis síðhaustsveðri. Leikfyrirkomulagið var punktakeppni með forgjöf. Í 1. sæti varð heimamaðurinn Reynir Einarsson, GK á 19 punktum; í 2. sæti varð enn annar heimamaður Ragnar Davíð Riordan, GVS á 18 punktum og í 3.-4. sæti Björn Þorfinnsson, GSE og Jörundur Guðmundsson, GVS á 17 punktum. Tvær konur tóku þátt í mótinu og af þeim var heimakonan Ingibjörg Þórðardóttir, GVS, á betra skorinu, 16 punktum. Úrslit að öðru leyti voru eftirfarandi: Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls Hola F9 S9 Alls H1 1 Reynir Lesa meira
Evróputúrinn: Kaymer telur sig eiga tækifæri að verja titil sinn á WGC-HSBC Champions
Þýski kylfingurinn Martin Kaymer á titil að verja á HSBC heimsmótinu í golfi sem hefst á morgun í Mission Hills golfklúbbnum í Kína. Kaymer var í sérklassa á mótinu þegar hann sigraði í fyrra, með lokahring upp á 63 högg, 9 fugla og átti 3 högg á þá sem næstir komu. Kaymer er nostalgískur þegar kemur að 2011: „Síðasta ár var gott,“ sagði hann. „Ég sigraði í Abu Dhabi fyrr á árinu, sem er enn annað mótið sem HSBC styrkir, en þá var ég ferkar flatur og bara að bíða eftir sigrinum. Ég átt frábæra seinni 9 á sunnudeginum, aðeins 29 högg þannig að ég á góðar minningar. Augljóslega er þetta Lesa meira
Solheim Cup 2015 fer fram í Þýskalandi
Í gær var tilkynnt í London að Solheim Cup 2015 myndi næst fara fram í Þýskalandi, nánar tiltekið á golfvelli St. Leon-Rot golfklúbbsins, sem er mörgum Íslendingum að góðu kunnur. Komast má á heimasíðu golfklúbbsins með því að SMELLA HÉR: Segja má að Solheim Cup sé samsvarandi keppni hjá kvenkylfingum og Ryder Cup er hjá körlum. Keppnin milli Evrópu og Bandaríkjanna fer fram annað hvert ár til skiptis í heimsálfunum. Síðast 2011 sigraði lið Evrópu í Killeen Castle á Írlandi og næsta keppni verður haldin 3. – 18. ágúst 2013 í Colorado golfklúbbnum í Parker, Colorado. Tveimur árum síðar þ.e. 2015 verður keppnin aftur haldin í Evrópu og þá verður litli Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Hrafn og golflið Faulkner í 2. sæti eftir 1. hring á MGCCC Fall Invitational
Hrafn Guðlaugsson, klúbbmeistari GSE 2012 og golflið Faulkner háskóla léku fyrsta hring á MGCCC Holiday Inn Fall Invitational í Gulfport, Mississippi í dag. Mótið er tveggja daga frá 29.-30. október og taka þátt 57 í 10 háskólaliðum. Hrafn átti ekki góðan 1. hring miðað við gengið í haust; var á 12 yfir pari, 84 höggum á hring þar sem hann fékk aðeins 1 fugl, 6 pör, 9 skolla og 2 skramba. Hann var þó á 4. besta skori í liði Faulkner og telur skor hans því. Lið Faulkner háskóla er í 2. sæti eftir 1. keppnisdag. Lokahringurinn verður leikinn á morgun. Golf 1 óskar Hrafni góðs gengis á morgun! Til þess Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Sunna lauk keppni í 9. sæti á Palmetto Intercollegiate á Kiawah Island
Sunna Víðisdóttir, GR og golflið Elon luku keppni í kvöld á Palmetto Intercollegiate mótinu, sem fram fór í Oak Point golfklúbbnum á Kiawah Island í Suður-Karólínu, dagana 28. og 29. október . Þátttakendur voru um 90 frá 17 háskólum. Í gær var Sunna á samtals 4 yfir pari, 220 höggum (75 72 73) og lauk keppni meðal topp-10, þ.e. í 9. sætinu í einstaklingskeppninni. Hún var á 2. besta skorinu í liði sínu og taldi það því. Golflið Elon, lið Sunnu, lauk keppni í 4. sæti í liðakeppninni. Þetta er síðasta mótið á haustönn hjá Sunnu og hefst keppni við aðra skóla ekki aftur fyrr en eftir áramót, 2013. Til að sjá úrsltin Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Valdís Þóra og Texas State í 11. sæti eftir 2. dag Alamo Inv.
Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og golflið Texas State léku í dag 2. hring á the Alamo Invitational á Briggs Ranch golfvellinum í San Antonio, Texas. Þetta er þriggja daga mót, stendur frá 28.-30. október og þátttakendur eru 78 frá 15 háskólum. Valdís Þóra er búin að spila á samtals 9 yfir pari, 153 höggum (73 80) og átt fremur dapran hring í dag, en á skorkorti hennar voru 3 fuglar, 9 pör, 3 skollar og 3 skrambar! Við þetta lækkaði Valdís Þóra úr 25. sætinu sem hún var í, í gær, í 49. sætið. Texas State lið Valdísar Þóru er sem stendur enn í 11. sæti í liðakeppninni. Golf 1 óskar Lesa meira
Sergio Garcia eygir nýja sigra eftir augnaðgerð
Sergio Garcia er allur að koma til eftir augnaðgerð sem hann undirgekkst fyrir aðeins mánuði síðan og sér nú betur en nokkru sinni. Garcia hefir ekkert getað spilað frá Ryder bikars keppninni en hann fór í augnaðgerð til að leiðrétta sjónskekkju. Um aðgerðina sagði Garcia í fréttatilkynningu í dag: „Ég fór í aðgerðina og allt gekk vel.“ „Ég mun spila í 3 mótum í lok árs. Ég vona að ég geti spilað vel, lokið leik með stæl og komið mér í form fyrir næsta ár.“ Það fyrsta af mótunum sem Garcia minntist á hefst 22. nóvember þegar Garcia fer til Dúbaí til að spila í European Tour Championship. Þar á Lesa meira








