Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2012 | 14:00

Hvirfilvindur olli skemmdum á Yalong Bay golfvellinum í Kína

Það eru fleiri hvirfilvindar, sem eru að valda usla en hvirfilvindurinn Sandy í Bandaríkjunum.

Sterkur hvirfilvindur sem að meðaltali náði 130 km hraða á klst. hvirfilvindaðist yfir Yalong Bay golfklúbbinn í Sanya, Kína þar sem Sanya Ladies Open á að hefjast á föstudaginn. Verðlaunapotturinn er með þeim veglegri í kvennagolfinu eða € 250.000,-

Hvirfilvindurinn olli miklum skemmdum á trjám, en 150 tré á vellinum rifnuðu upp með rótum og eins skemmdust allskyns merki og merkingar. Völlurinn er bara með allt annan karakter. Tvö vagnhlöss af kókoshnetum voru fjarlægð og kókoshnetupálmatrjám var komið í burtu af vellinum.

Unnið var myrkranna á milli að hreingerningarstörfum undir handleiðslu Shane Templeton sem hefir yfirstjórnina.  Hann sagði m.a:

„Allur golfvöllurinn leit út eins og ruslahaugur. Við urðum að leggja inn margar yfirstundir til þess að koma vellinum aftur í það form, sem boðlegt er en stelpurnar hefja æfingahringi sína á morgun. Með kvöldinu verður völlurinn kominn í lag, mínus 150 tré.“

Hann bætti við að allur völlurinn hefði orðið fyrir vatnsflóði og ef ekki hefði verið fyrir góða fráveitu hefði vatnið enn setið á brautum og í glompum. „Sólskinið hjálpar til við að þurrka völlinn í dag og ég er öruggur um að leikmenn eiga eftir að njóta þessarar viku í Yalong Bay Golf Club,“ sagði Templeton loks.