Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2012 | 14:55

Nýju stúlkurnar á LET 2012 (27. grein af 34): Jessica Yadloczky

Tvær stúlkur deildu 7. sætinu í Q-school LET á La Manga fyrr á árinu; það eru þær Jessica Yadloczky frá Bandaríkjunum og Celine Palomar, frá Frakklandi. Byrjað verður á að kynna Jessicu í dag.

Jessica Yadloczky fæddist 4. október 1988 í Casselberry, Flórída.  Jessica byrjaði að spila golf 8 ára og hún segir foreldra sína hafi haft mest áhrif á að hún byrjaði í golfi. Hún var í refsiréttarfræði (ens. Criminology) í University of Florida og átti mjög farsælan feril í bandaríska háskólagolfinu.

Jessica var hluti af  East Canon Cup Team, árið 2005.  Hún varð í 2. sæti í einstaklingskeppninni í the Florida High School State Championships (2005, 2006). Árið 2006 varð hún í 2. sæti á Women’s Western Amateur Championship. Jafnframt var hún AJGA All-American selection það ár (2006). Hún varð  í 2. sæti á Women’s South Atlantic Amateur Golf Championship, árið 2007.

Jessica spilaði á LPGA Futures Tour  (nú Symetra Tour) árið 2007 meðan hún var enn áhugamaður. Besti árangur hennar 2007 var T-9 árangur.  Jessica var í sigurliði  Fuji Xerox USA vs. Japan Collegiate Championship í Tokyo, árið 2008.  Hún var NGCA All-American Second Team selection meðan hún var í University of Florida. Hún var All-South-eastern Conference (SEC) First Team og hlaut SEC All-Freshman og All-Regional honours árið 2008.

Jessica gerðist atvinnumaður í golfi 13. ágúst 2011. Meðal áhugamála Jessicu eru kynnisferðir og líkamsrækt. Loks má sjá hér skemmtilegt viðtal blaðafulltrúa LET við Jessicu SMELLIÐ HÉR: