Nýju stúlkurnar á LET 2012 (27. grein af 34): Jessica Yadloczky
Tvær stúlkur deildu 7. sætinu í Q-school LET á La Manga fyrr á árinu; það eru þær Jessica Yadloczky frá Bandaríkjunum og Celine Palomar, frá Frakklandi. Byrjað verður á að kynna Jessicu í dag.
Jessica Yadloczky fæddist 4. október 1988 í Casselberry, Flórída. Jessica byrjaði að spila golf 8 ára og hún segir foreldra sína hafi haft mest áhrif á að hún byrjaði í golfi. Hún var í refsiréttarfræði (ens. Criminology) í University of Florida og átti mjög farsælan feril í bandaríska háskólagolfinu.
Jessica var hluti af East Canon Cup Team, árið 2005. Hún varð í 2. sæti í einstaklingskeppninni í the Florida High School State Championships (2005, 2006). Árið 2006 varð hún í 2. sæti á Women’s Western Amateur Championship. Jafnframt var hún AJGA All-American selection það ár (2006). Hún varð í 2. sæti á Women’s South Atlantic Amateur Golf Championship, árið 2007.
Jessica spilaði á LPGA Futures Tour (nú Symetra Tour) árið 2007 meðan hún var enn áhugamaður. Besti árangur hennar 2007 var T-9 árangur. Jessica var í sigurliði Fuji Xerox USA vs. Japan Collegiate Championship í Tokyo, árið 2008. Hún var NGCA All-American Second Team selection meðan hún var í University of Florida. Hún var All-South-eastern Conference (SEC) First Team og hlaut SEC All-Freshman og All-Regional honours árið 2008.
Jessica gerðist atvinnumaður í golfi 13. ágúst 2011. Meðal áhugamála Jessicu eru kynnisferðir og líkamsrækt. Loks má sjá hér skemmtilegt viðtal blaðafulltrúa LET við Jessicu SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024