Þórður Rafn Gissurarson, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2012 | 19:00

NGA: Þórður Rafn lék á 74 – Alexander á 80 höggum á 1. degi á Stoneybrook

Þórður Rafn Gissurarson, GR, lék best af Íslendingunum tveimur, sem þátt taka á 2. móti   NGA Pro Tour – Bridgestone Winter Series, sem hófst í dag á golfvelli Stoneybrook golfklúbbsins í Flórída. Mótið stendur dagana 30. október – 1. nóvember og þátttakendur eru 57.

Þórður Rafn lék 1. hring á 4 yfir pari 76 höggum og deilir sem stendur 22. sæti ásamt 8 öðrum kylfingum. Aðeins munar 1 höggi að Þórður Rafn komist í gegnum niðurskurð en niðurskurðarlínan er sem stendur miðuð við +3 yfir pari.

Alexander Aron Gylfason, GR,  var á 8 yfir pari, 80 höggum og er í 46. sæti ásamt 2 öðrum kylfingum.

Golf 1 óskar Alexander Aron og Þórði Rafni góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag í Stoneybrook golfklúbbnum SMELLIÐ HÉR: