Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 5. 2012 | 11:00

Hver er kylfingurinn: Cassandra Kirkland?

Franski kylfingurinn Cassandra Kirkland vann í gær fyrsta sigur sinn á LET, þegar hún sigraði á Sanya Ladies Open í Sanya í Kína. Þetta er sjötta árið sem hún spilar á LET og því langþráður sigur hjá henni sem hún vann í gær. Cassandra Elaine Kirkland fæddist 13. október 1984 í París og því nýorðin 28 ára. Hún veit það eflaust ekki en hún á sama afmælisdag og spænski kylfingurinn Gonzalo Fernández-Castaño, sem er 4 árum eldri en hún. Cassandra byrjaði að spila golf 7 ára og er í þeim fræga franska klúbbi Club Saint Nom La Breteche.  Meðal áhugamála Cassöndru eru íþróttir almennt, lestur góðra bóka, tónlist, að ferðast, eldamennska, að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 5. 2012 | 10:00

Champions Tour: Tom Lehman fyrstur til að verða stigameistari 2 ár í röð – myndskeið

Bandaríski kylfingurinn Tom Lehman, 53 ára, varð í gær stigameistari Champions Tour, sem er mótaröð atvinnukylfinga í Bandaríkjunum, sem eru 50 ára og eldri, þ.e. öldungamótaröðin. Stigameistaratitillinn var í höfn eftir að Lehman tryggði sér sigur á Charles Schwaab Championship, lokamóti Champions mótaraðarinnar, en spilað var á Conchise golfvelli, Desert Mountain golfklúbbsins í Scottsdale, Arizona. Sigur Lehman var sannfærandi en hann spilaði á –22 undir pari, 258 höggum  (68-63-62-65) og átti 6 högg á þann sem næstur kom Jay Haas.  Þetta er 2. sigur Lehman á Champions mótaröðinni á árinu en hann varði titil sinn á Regions Tradition mótinu, 10. júní s.l. Eftir sigurinn í mótinu sagði Lehman: „Það er oft í heiminum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 5. 2012 | 09:25

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst hefur leik á Hawaii í dag

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, og golflið East Tennessee State eru nú komin til Hawaii, þar sem  ætlunin er að keppa á Warrior Wave Intercollegiate.  Gestgjafi mótsins er University of Hawaii. Spilað er á golfvelli Makai golfklúbbsins á golfstað St. Regis Princeville, í Princeville, Hawaii. Mótið fer fram dagana 5.-7. nóvember og er 1 hringur spilaður á hverjum degi.  Alls eru þátttakendur 80 frá 16 háskólum. Guðmundi Ágúst gekk svo vel í síðasta móti í bandaríska háskólagolfinu að sérstaklega er fjallað um það á heimasíðu ETSU, SMELLIÐ HÉR:  Golf 1 óskar Guðmundi Ágúst góðs gengis á Hawaii í dag!!! Fylgjast má með stöðunni á Warrior Wave Intercollegiate og gengi Guðmundar Ágústs með Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 5. 2012 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór hefur leik á Red Wolf Fall Beach Classic mótinu

Andri Þór Björnsson, GR og Geaux Colonels þ.e. golflið Nicholls State háskólans í Louisiana spila í dag á  Red Wolf Fall Beach Classic mótinu. Mótið fer fram á golfvelli í Peninsula golfklúbbnum í Gulf Shores, Alabama. Þetta er 3 hringja mót, 2 hringir spilaðir í dag og 1 á morgun og lið 13 háskóla sem keppa. Þessi lið eru eftirfarandi: Nicholls State, Arkansas State, Arkansas-Little Rock, New Orleans, Murray State, Illinois State, Rice, Southern Eastern Louisiana, Stephen F. Austin, Tennessee-Martin, Texan Pan American, Troy og Vanderbilt. Golf 1 óskar Andra Þór góðs gengis í dag!

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 5. 2012 | 06:40

Evróputúrinn: Rory McIlroy svo til búinn að tryggja sér efsta sæti peningalistans

Rory McIlroy er svo til búinn að tryggja sér efsta sæti peningalista Evróptúrsins þar sem 5 helstu keppinautar hans hafa ákveðið að taka ekki þátt í 2 af þeim 3 mótum, sem eftir eru á árinu. (Sjá peningalistann með því að SMELLA HÉR: ) Þessir fimm eru Peter Hanson (nr. 2 á peningalistanum) og ensku kylfingarnir Justin Rose (þriðja sæti) og Ian Poulter (fjórða sæti) ásamt nýliðanum  Branden Grace (fimmta sæti) og Ernie Els (sjötta sæti) – en þeir hafa ákveðið að taka ekki þátt í Barclays Singapore Open og mótinu í vikunni þar á eftir UBS Hong Kong Open. Hanson er í 2. sæti  og er  €764,776 á eftir McIlroy Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2012 | 19:30

Rory horfði á Caroline sína tapa í Búlgaríu

Caroline Wozniacki, kæresta Rory McIlroy tapaði í kvöld fyrir Nadiu Petrovu frá Rússlandi 6-2 og 6-1, að Rory áhorfandi. Rory keppti ekki á WGC-HSBC Champions til þess að geta stutt Caroline, en hún spilaði meidd í Tour of Champions í tennisnum. Læknir varð m.a. að gera að meiðslum á vinstri kálfa hjá henni undir leiknum. Caroline byrjaði 2012 í 1. sæti en hefir átt fremur slakt tímabil, fyrir utan að hún sigraði Korean Open í september og tók síðan Kremlin Cup í október. Þetta er í fyrsta sinn sem Tournament of Champions í tennisnum er haldið í Búlgaríu – en Búlgaría virðist vera „heitur“ staður undir mótshald í allskyns íþróttagreinum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2012 | 18:15

GKJ: Hlíðavöllur slapp ekki við óveðrið

Golfklúbburinn Kjölur í Mosfellsbæ slapp ekki við óveðrið frekar en margir aðrir klúbbar og í reynd landsmenn allir. Þakplötur fuku af hluta gömlu vélaskemmunnar við golfskálann, skjólveggur við æfingasvæði brotnaði að mestu niður, sky diskur við golfskála hvarf. Völlurinn slapp að mestu við fyrstu athugun en reyndar flettist ein lengja af þökum upp á nýjum meistaraflokks teig á 8. holu og ruslafata fauk niðu í gil af einhverjum teignum. Hægt er að skoða myndir frá tjóninu á Hliðavelli með því að SMELLA HÉR:  Heimild: GKJ

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2012 | 18:00

18 atriði sem eru jákvæð við golf (4. hluti af 6)

Hér verður fram haldið með 3 atriði í viðbót sem David Owen, sem skrifar fyrir Golf Digest telur jákvæð við golfleikinn. Nú verður nokkurt hlé á þessum greinaþætti hér á Golf 1 og er ástæðan einfaldlega sú að Owen er ekki búinn að birta næstu 6 atriði sem hann telur jákvæð við golfið.  Við hér á Golf 1 værum ekki í vandræðum með að bæta öðrum 6 við eða setja fram a.m.k. 72 atriði sem eru jákvæð við golfið (heila 4 hringja keppni 🙂  ) … en við bíðum samt spennt hér hvað Owen hefir fram að færa.  Hér fara svo síðustu 3 atriðin, sem Owen hefir birt og telur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2012 | 16:30

Guan Tian-lang verður sá yngsti til að taka þátt í Masters – aðeins 14 ára

Hinn 14 ára Guan Tian-lang tryggði sér sigur á Asia-Pacific Amateur Championship, en þeim sigri fylgdi sá frábæri bónus að fá að taka þátt í The Masters risamótinu í Augusta, Georgiu, á næsta ári.  Guan er nýorðinn 14 ára, er fæddur 25. október 1998 og verður því 14 ára og 2 árum yngri en Matteo Manassero var þegar hann spilaði 2010 í mótinu og setur þ.a.l. nýtt aldursmet. „Ég er svo spenntur,“ sagði Guan. Ég er virkilega ánægður með að vera yngstur á the Master og ég hlakka til að spila þar. Ég veit ekki hvað mun gerast þar, en ég veit að mig langar til að standa mig vel,“ sagði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2012 | 16:15

Afmæliskylfingur dagsins: Aðalheiður Laufey Aðalsteinsdóttir – 4. nóvember 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Aðalheiður L. Aðalsteinsdóttir. Aðalheiður fæddist 4. nóvember 1964. Hún er frá Húsavík og mikill kylfingur.   Aðalheiður er gift og á 3 börn.  Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Aðalheiður L Aðalsteinsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Seve Benson, 4. nóvember 1986 (26 ára) …. og …… Snyrti Og Nuddstofan Paradís (32 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband Lesa meira