Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 6. 2012 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Juliana Murcia Ortiz – 6. nóvember 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Juliana Murcia Ortiz, frá Kólombíu.  Juliana er fædd 6. nóvember 1987 og því 25 ára í dag!!! Juliana er ein af nýju stúlkunum á LPGA keppnistímabilið 2012 og má sjá nýlega kynningu Golf 1 á afmæliskylfingnum með því að SMELLA HÉR:  Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Mark Hume McCormack, (f. 6. nóvember 1930 – d. 16. maí 2003);  John Francis Pott, 6. nóvember 1935 (77 ára);  Halldór Bragason, f. 6. nóvember 1956 (56 ára);  Scott Piercy, 6. nóvember 1978 (34 ára);  Jennie Lee 6. nóvember 1986 (26 ára);   Pétur Aron Sigurðsson, GL,  f. 6. nóvember 1994 (18 ára)…. og ….. Gaflaraleikhúsið Hafnarfirði (22 ára) Juanderful Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 6. 2012 | 11:00

Graeme McDowell vísar á bug staðhæfingum Nick Faldo að Rory muni eiga í vandræðum með skiptin frá Titleist í Nike

Nánasti vinur Rory McIlroy í golfinu, G-Mac þ.e. Graeme McDowell, lýsti því að vinur sinn Rory myndi ekki eiga í nokkrum vandræðum með að skipta úr Titleist í Nike, s.s. sexfaldur risamótameistari Sir Nick Faldo hefir gefið undir fótinn. Graham McDowell sjálfur skipti 2010 frá Callaway í Cleveland/Srixon. Skiptin hjá McDowell tókust vel og ólíkt því sem Faldo heldur fram sér hann engin vandkvæði á skiptum Rory frá Titleist í Nike. „Sexfaldi risamótsmeistarinn (Sir Nick Faldo) ólst upp á tímabili þegar það var gríðarlegur munur á bestu samanborið við meðalgolfvöruframleiðendum og nú erum við að tala um golfvörufyrirtæki sem verja milljónum á milljónum ofan í R&D (þ.e. rannsóknir og þróun).“ „Það Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 6. 2012 | 09:56

Golfútbúnaður: Nýi Nike VRS Covert Tour dræverinn

Nýi Nike VRS Covert Tour dræverinn var kynntur í gær …. sem listaverk. SMELLIÐ HÉR:  Ein helsta nýjungin er að hægt er að breyta lofti dræversins úr 8,5° í 12° og eins kylfuandlitinu úr opnu í lokuðu.  Jafnframt er holrúm fyrir aftan höggflötinn líkt og er í járnum. Ennfremur á hann að geta framkallað mikinn sveifluhraða, eins og allir góðir dræverar og hljóðið í honum þykir einstaklega þægilegt. Um nýja Nike VRS Covert Tour dræverinn sagði Tom Stites, yfirmaður hönnunarmála hjá Nike  m.a.: „Við höfum endurhugsað hvað frammistaða þýðir.“ Michelle Wie, sem er á samningi hjá Nike á aðeins eitt orð  um nýja dræverinn: „Djarfur.“ Til þess að sjá kynningarmyndskeið af Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 6. 2012 | 09:00

Jim Flick deyr – 82 ára að aldri

Jim Flick, sem var golfkennari í yfir 50 ár og var með marga fræga golfnemendur, menn á borð við  Tom Lehman og Jack Nicklaus, dó í gær úr krabbameini í brisi, 82 ára að aldri. Hann horfði á gamla nemanda sinn Tom Lehman ná því að verða stigameistara á Champions öldungamótaröðinni 2. árið í röð s.l. sunnudag, en Lehman talaði við Flick sunnudaginn fyrir sigurinn á Charles Schwab Cup Championship í Desert Mountain. Flick kenndi golf í 23 löndum og stýrði m.a. námskeiðum í golskólum Golf Digest og ESPN. Hann var yfirgolfkennari í Desert Mountain í Scottsdale, Arizona, í 20 ár og skrifaði 5 golfbækur. Nicklaus leitaði m.a. til Flick 1990 eftir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 6. 2012 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór í 9. sæti á Red Wolf Fall Beach Classic mótinu eftir fyrri dag

Andri Þór Björnsson, GR og Geaux Colonels þ.e. golflið Nicholls State háskólans í Louisiana spiluðu í gær fyrstu tvo hringina á  Red Wolf Fall Beach Classic mótinu. Mótið fer fram á golfvelli í Peninsula golfklúbbnum í Gulf Shores, Alabama.  Þátttakendur eru 70 frá 13 háskólum. Þetta er 3 hringja mót, 2 hringir voru spilaðir í gær og lokahringurinn verður spilaður í kvöld. Andri Þór lék fyrstu tvo hringina á samtals 147 höggum (79 68) átti afleitan fyrri hring en þeim mun betri seinni hring! Hann deilir sem stendur 9. sætinu í mótinu, sem er frábær árangur!!!  Andri Þór er á langbesta skorinu í golfliði Nicholls State, sem er í 8. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 6. 2012 | 06:30

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst og golflið ETSU í 3. sæti á Hawaii eftir 1. dag

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, og golflið East Tennessee State spiluðu 1. hring á Warrior Wave Intercollegiate mótinu í gær, en það fer fram á golfvelli Makai golfklúbbsins á golfstað St. Regis Princeville, í Princeville, á Hawaii. Mótið fer fram dagana 5.-7. nóvember og er 1 hringur spilaður á hverjum degi.  Alls eru þátttakendur 80 frá 16 háskólum. Það er 10 tíma, tímamismunur milli Íslands og Hawaii; Guðmundur Ágúst fór út kl. 7:57 að staðartíma í gær,  sem samsvaraði 17:57 að íslenskum tíma. Í kvöld fer Guðmundur út kl 7:39 að staðartíma af 1. teig,  þ.e. kl. 17:39 að íslenskum tíma og má frá þeim tímapunkti fylgjast með gengi Guðmundar Ágústs hér Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 5. 2012 | 19:30

Hvern haldið þið að Tiger kjósi í bandarísku forsetakosningunum?

Tiger Woods hefir mestallan feril sinn verið skráður sem óháður (independent) skv. bandarískum kosningaskrám.  Þ.e. opinberlega styður hann hvorugan risaflokkanna í Bandaríkjunum, demókrata eða repúblíkana…. og það sparar honum alskyns leiðindi því hann þarf að umgangast menn beggja trúarbragða. En það að Tiger er skráður þýðir að hann kýs. Hvern haldið þið  að hann kjósi? Mann sem ELSKAR golfleikinn eða mann sem hefir aldrei haldið á kylfu í hendinni? (Sbr. skemmtilega grein Golf Digest, sem ber það skemmtilega heiti: „What do Mitt Romney, Lady Gaga and Snoop Dog have in common?“ ……. þ.e. „Hvað eiga Mitt Romney, Lady Gaga og Snoop Dog sameiginlegt?“ SMELLIÐ HÉR: ) Mann sem hann hefir margoft Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 5. 2012 | 16:00

Ian Poulter kominn í 15. sætið á heimslistanum

Með sigri sínum á WGC-HSBC Champions er Ian Poulter kominn í 15. sætið á heimslistanum; stekkur upp um 11 sæti á heimslistanum úr 26. sætinu, sem hann var í, í síðustu viku. Staða efstu 6 á heimslistanum er að óbreytt: Rory er í 1. sæti; Tiger er í 2.sæti; Luke Donald er í 3. sæti; Lee Westwood er í 4. sæti; Justin Rose er í 5. sæti og Adam Scott í 6. sæti. Breytingin kemur síðan í 7. sæti en þangað er kominn Jason Dufner úr 10. sæti eftir gott gengi í Asíu að undanförnu, en einkum vegna 2. sætisins á HSBC Champions í gær.  Webb Simpson dettur við það Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 5. 2012 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2012 (30. grein af 34): Stephanie Kirchmayr

Nú á bara eftir að kynna þær stúlkur sem urðu í fimm efstu sætunum á Q-school LET á La Manga 2012.  Tvær stúlkur urðu jafnar í 4. sæti þær Stephanie Kirchmayr frá Þýskalandi sem kynnt verður í dag og Marjet Van Der Graaff frá Hollandi. Byrjað verður að kynna Stephanie í dag. Stephanie fæddist 24. janúar 1985 í Þýskalandi og er því 27 ára. Hún er fremur hávaxin 1,82 metra á hæð með brúnt hár og blá augu.  Hún byrjaði að spila golf 8 ára og segir pabba sinn hafa haft mest áhrif á að hún byrjaði í golfi. Hún býr í Nürnberg í Bayern.  Hún er með tvöfalt aðalfag Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 5. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Einar Haukur Óskarsson – 5. nóvember 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Einar Haukur Óskarsson. Einar Haukur er fæddur 5. nóvember 1982 og á því 30 ára stórafmæli í dag!!! Einar Haukur byrjaði að spila golf 12 ára gamall. Hann lærði golfvallarfræði í Elmwood College og var vallarstjóri GOB, en flutti sig yfir í Golfklúbbinn Keili á þessu ári. Meðal afreka hans í golfinu er að sigra á 3. stigamóti íslensku mótaraðarinnar 2009. Eins fékk Einar Haukur silfrið á Íslandsmeistaramótinu eftirminnilega í holukeppni 2009, eftir æsilegan úrslitaleik við Kristján Þór Einarsson, GK, (þá GKJ). Meðal helstu afreka Einars Hauks í ár, 2012, er að sigra á 6. og síðasta móti Eimskipsmótaraðarinnar, Símamótinu, í Grafarholtinu. Á fyrsta móti Eimskipsmótaraðarinnar, Örninn Lesa meira