
18 atriði sem eru jákvæð við golf (4. hluti af 6)
Hér verður fram haldið með 3 atriði í viðbót sem David Owen, sem skrifar fyrir Golf Digest telur jákvæð við golfleikinn. Nú verður nokkurt hlé á þessum greinaþætti hér á Golf 1 og er ástæðan einfaldlega sú að Owen er ekki búinn að birta næstu 6 atriði sem hann telur jákvæð við golfið. Við hér á Golf 1 værum ekki í vandræðum með að bæta öðrum 6 við eða setja fram a.m.k. 72 atriði sem eru jákvæð við golfið (heila 4 hringja keppni 🙂 ) … en við bíðum samt spennt hér hvað Owen hefir fram að færa. Hér fara svo síðustu 3 atriðin, sem Owen hefir birt og telur jákvæð við golfið:
10) Golfið er ekki svo dýrt sport ef út í það er farið. Hægt er að verða sér úti um byrjendasett fyrir nánast ekki neitt …. þekki maður t.d. eitthvað golfútbúnaðarfrík, sem vill endilega losna við poka og gamlar græjur. Ef vel er leitað á golfvöllum má nánast alltaf finna golfbolta. Það eru margar íþróttir mun dýrari en golf; t.a.m. veiðimennska. Það eina sem er dýrt er tíminn sem fer í golfið, sérstaklega þegar maður þarf að vera hanga á eftir einhverju holli sem kemur sér ekki úr sporunum. Þegar David var að byrja í golfi hafði hann áhyggjur af því að sveiflan hans væri of hræðileg til að sjást innan um almenning. En hann segist fljótlega hafa komist að því að hinir sveifluðu bara ekkert betur og öllum var sama svo framarlega sem hann kom sér úr sporunum á vellinum!
11) Gangan og hreyfingin eru svo frábær við golfið. Ef þið gangið og spilið fremur hratt þá veitir golfið ágætis hreyfingu og er ágætis líkamsrækt. Það eyðileggur ekki hnén eins og hlaup eða tennis gera og tímanum sem varið er í golf er tími sem eflaust hefði annars farið í að sitja fyrir framan sjónvarpið eða tölvuna og borða eitthvað óhollt eins og kaffiís eða drekka Yoo-hoo. Mark Twain sagði að golf væri „ganga sem hefði verið eyðilögð,“ (ens.: “a good walk spoiled“) en ekkert er fjarri lægi. Golfið er ganga sem hefir verið bætt, því umfram venjulega göngu fær maður eitthvað krefjandi að hugsa um og jafnframt því eitthvað áhugavert að gera með höndunum. Golf er ganga með tilgangi.
12) Golf er íþrótt sem fólk á öllum aldri getur stundað og allir með öllum þökk sé forgjafarkerfinu. Yngri kylfingar hafa ekkert hagræði umfram þá eldri. Meðalaldur risamótssigurvegara er 30 ár, en á þeim aldri er litið á ruðningsboltahetjur – í bandarísku atvinnumennskunni sem „löngu liðna“ (ens. has beens) eða sem læknisfræðilega afbrigðilega. (Meðalaldur þeirra sem fara „á eftirlaun“ í NFL er 28). Í golfi eru atvinnumenn allt að á fimmtugsaldri að keppa við helmingi eða jafnvel þrefalt yngri kylfinga á jafnréttisgrundvelli (sbr. t.a.m. Guan Tian-lang, 14 ára, sem fær að keppa við Phil Mickelson, 42 ára, á the Masters í apríl á næsta ári). Ungur aldur skiptir ekki svo miklu máli í golfi sem í öðrum íþróttum því golf er jafn mikið andlegur leikur sem líkamlegur.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024