Nýju stúlkurnar á LET 2012 (29. grein af 34): Elin Emanuelsson
Elín Emanuelsson varð í 6. sæti á Q-school LET og er því búin að spila á LET í ár. Um Elínu hefir verið sagt að hún sameini snilli löndu sinnar Anniku á golfvellinum og fegurð nöfnu sinnar Nordegren. Elín fæddist í Nacka í Svíþjóð þann 10. október 1984 og er því nýorðin 28 ára. Hún byrjaði að spila golf með bróður sínum þegar hún var 9 ára. Samt var það alltaf handboltinn sem heillaði hana meira og hún spilaði í 11 ár handbolta. Hún var m.a. sænskur meistari sem unglingur með liði sínu 2000 og 2001 og síðan í 1. deild 2003. Árin 2003-2007 var Elín í Texas Christian University þar Lesa meira
HSBC framlengdi styrk sinn við WGC-HSBC Champions mótið til næstu 3 ára og hækkaði verðlaunafé um $1,5 milljónir
HSBC bankinn tilkynnti á blaðamannafundi að loknu WGC-HSBC Champions mótinu að bankinn myndi styrkja mótið næstu 3 árin og að verðlaunafé fyrir árið 2013 yrði hækkað um $ 1,5 milljónir. Þar með er verðlaunapotturinn orðinn $ 8,5 milljónir. Eins mun WGC-HSBC Champions mótið verða að fullu viðurkennt sem viðburður á PGA Tour og sigurvegari mótsins mun m.a. framvegis fá 3 ára undanþágu til þess að spila á PGA Tour. (Hrikalega ergilegt eflaust fyrir Poulter, sem ekki fær sjálfkrafa 3 ára framlengingu á keppnisrétti sínum á PGA Tour með sigrinum í morgun!!! …. þar sem breytingarnar koma ekki til framkvæmda fyrr en 2013.) Þessar breytingar færa heimsmótið í Mission Hills, í Lesa meira
LET: Cassandra Kirkland vann 1. sigur sinn á LET á Sanya Ladies Open
Franska stúlkan Cassandra Kirkland vann fyrsta sigur sinn á LET á Sanya Ladies Open á Yalong Bay golfvellinum í Kína nú fyrr í morgun. Þessi 28 ára kylfingur frá París (Kirkland) hafði eftirfarandi að segja að loknum 1. sigri sínum á LET: „Þetta kom á óvart vegna þess að ég hef strögglað svo mikið á þessu ári og ég var ekki með 6-járnið mitt þannig að ég bjóst ekki við neinu í þessari viku og var ekki að setja sjálfa mig undir neina pressu. Ég var ekki stressuð þarna úti þannig að það var virkilega gott.“ Með sigrinum lauk hún eyðimerkurgöngu sigurleysis en Kirkland er búin að spila á LET Lesa meira
WGC: Ian Poulter sigraði á HSBC Champions – hápunktar og högg 4. dags
Árið 2012 virðist vera ár enska kylfingsins Ian Poulter – hetju liðs Evrópu í Ryder Cup og nú sigurvegara á heimsmótinu í Mission Hills í Kína. Ian Poulter sigraði samtals á 21 undir pari, 267 höggum (69 68 65 65). Poulter átti 2 högg á þá 4 sem deildu 2. sætinu þá Jason Dufner, Scott Piercy, Ernie Els og Phil Mickelson, sem allir spiluðu á 19 undir pari, 269 höggum. Louis Oosthuizen og Lee Westwood sem leiddu fyrir lokahringinn urðu að láta sér lynda að deila 6. sætinu, en báðir áttu „afleita“ lokahringi sem ekki dugðu til sigurs, báðir voru á parinu, 72 höggum, sem ekki dugir þegar aðrir fara Lesa meira
LPGA: Stacy Lewis sigraði á Mizuno Classic
Það var bandaríski kylfingurinn Stacy Lewis, sem stóð uppi sem sigurvegari á Mizuno Classic mótinu í Kintetsu Kashikojima golfklúbbnum í Shima- Shi í Mie, Japan. Lewis spilaði á samtals 11 undir pari, 205 höggum (71 70 64). Það var einkum glæsihringur hennar í nótt upp á 64 högg, sem færði henni sigurinn en hún hlaut 10 fugla, 6 pör og 2 skolla á hringum. Aðeins 1 höggi á eftir var forystukona gærdagsins Bo-Mee Lee frá Suður-Kóreu á samtals 10 undir pari og í 3. sæti var forystukona 1. dagsins, „heimakonan“ Ayako Uehara á samtals 9 undir pari. Í 4. sæti varð síðan nr. 1 á Rolex-heimslista kvekylfinga Yani Tseng, sem Lesa meira
Evróputúrinn: Peter Hanson kylfingur októbermánaðar
Sænski kylfingurinn Peter Hanson var útnefndur kylfingur októbermánaðar fyrir 2 dögum á Evróputúrnum. Það kom í kjölfar þess að hann hafði betur á móti nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy á BMW Masters í Lake Malaren golfklúbbnum í Shanghaí í þeim mánuði Hanson hlaut ágrafinn disk og risaflösku af Moët & Chandon kampavíni. Eftir að hann hafði verið útnefndur sagði Hanson: „Mér er svolítið brugðið að hafa unnið til titilsins Kylfingur Mánaðarins! Þetta er mjög fínt sjokk samt og í fyrsta sinn á ferli mínum sem ég hef unnið titilinn og ég hlakka til að setja verðlaunagripinn í skápinn heima.“ „Það er frábært að hafa hlotið viðurkenningu fyrir sigurinn. Ég sagði það Lesa meira
Golfgrín á laugardegi
1. Guð og Lykla-Pétur spila saman golf. Guð fær að slá fyrsta höggið. Höggið er beint og fallegt og stefnir beint á fyrstu holuna. Fyrir framan holuna situr mús. Hún sér boltann og gleypir hann. Á sama augnabliki stekkur köttur fram og gleypir músina. Þetta sér örn sem svífur yfir vellinum, en hann steypir sér niður og grípur köttinn. Skyndilega lýstur eldingu og rífur í sundur örninn og bráð hans. Golfboltinn fellur nákvæmlega í holuna. Þá segir Lykla-Pétur við Guð: „Er þetta djók eða erum við að spila golf?“ 2. Hjón sem hafa verið gift í óratíma spila saman golf. Þegar þau koma á 18. holu á hún eftir 15 Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Jóhannes Ármannsson – 3. nóvember 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Jóhannes Ármannsson. Jóhannes er fæddur 3. nóvember 1969 og er því 43 ára í dag. Hann er framkvæmdastjóri Golfklúbbs Borgarness. Jóhannes er kvæntur og á einn son, Davíð Ólaf. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum með daginn hér að neðan: Jóhannes Ármannsson Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sue Daniels, áströlsk, 3. nóvember 1958 (54 ára); Michael Paul Springer, 3. nóvember 1965 (47 ára) ….. og …… Guðbjörg Þorsteinsd (33 ára) UglyRock Hönnun (19 ára) Hk Konfekt (37 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta Lesa meira
Hendi McDowell í góðum höndum fyrrum herlæknis í breska hernum
Svo sem golffjölmiðlar hérlendis hafa verið duglegir að færa fréttir af varð norður-írski kylfingurinn Graeme McDowell fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að klemma hönd sína í hurð á hótelinu sem hann er á, á Mission Hills golfvellinum. Hann var eiturheppinn því læknirinn sem starfar á golfstaðnum er fyrrum herlæknir breska hersins. Auðvitað hafði fv. sigurvegari á Opna bandaríska risamótinu (G-Mac) áhyggjur af þessu og var fljótur að mála skrattann á vegginn – hann sá fyrir sér að hafa brotið hendina eða a.m.k. baugfingur. Hann gerði sér ekki grein fyrir að læknirinn á golfstaðnum, fyrrum læknir í breska hernum fannst meiðsli hans ekki stórkostleg í ljósi reynslu sinnar sem skurðlæknis þar sem hann Lesa meira
Lögreglubíllinn sem Rory var keyrt í, á Ryder Cup verður boðinn upp
Einn af skrítnustu minjagripunum frá 2012 Ryder Cup er nú til sölu – lögreglubíllinn sem keyrði Rory McIlroy á Ryder Cup til þess að hann missti ekki af mikilvægum tvímenningsleik sínum við Keegan Bradley, verður boðinn upp. Í september s.l keyrði lögreglumaður Lombard sýslu Patrick Rollins, Rory McIlroy í ómerktum Ford Crown Victoria árg. 2005, frá Westin Hotel í Lombard að Medinah Country Club, sem er um 20 mínútna leið þegar ENGIN umferð er, á 30 minutes. Rory kenndi ruglingi hans á tímabeltum um en síðar hefir kæresta hans Caroline Wozinacki komið fram og sagt að Rory og hún hefðu gleymt sér aðeins í öllu tvítinu. Búið er að keyra lögreglubílinn Lesa meira









