Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2012 | 18:15

GKJ: Hlíðavöllur slapp ekki við óveðrið

Golfklúbburinn Kjölur í Mosfellsbæ slapp ekki við óveðrið frekar en margir aðrir klúbbar og í reynd landsmenn allir.

Þakplötur fuku af hluta gömlu vélaskemmunnar við golfskálann, skjólveggur við æfingasvæði brotnaði að mestu niður, sky diskur við golfskála hvarf.

Völlurinn slapp að mestu við fyrstu athugun en reyndar flettist ein lengja af þökum upp á nýjum meistaraflokks teig á 8. holu og ruslafata fauk niðu í gil af einhverjum teignum.

Hægt er að skoða myndir frá tjóninu á Hliðavelli með því að SMELLA HÉR: 

Heimild: GKJ