Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU. Mynd: ETSU
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 5. 2012 | 09:25

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst hefur leik á Hawaii í dag

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, og golflið East Tennessee State eru nú komin til Hawaii, þar sem  ætlunin er að keppa á Warrior Wave Intercollegiate.  Gestgjafi mótsins er University of Hawaii.

Spilað er á golfvelli Makai golfklúbbsins á golfstað St. Regis Princeville, í Princeville, Hawaii.

Mótið fer fram dagana 5.-7. nóvember og er 1 hringur spilaður á hverjum degi.  Alls eru þátttakendur 80 frá 16 háskólum.

Guðmundi Ágúst gekk svo vel í síðasta móti í bandaríska háskólagolfinu að sérstaklega er fjallað um það á heimasíðu ETSU, SMELLIÐ HÉR: 

Golf 1 óskar Guðmundi Ágúst góðs gengis á Hawaii í dag!!!

Fylgjast má með stöðunni á Warrior Wave Intercollegiate og gengi Guðmundar Ágústs með því að SMELLA HÉR: