Rory McIlroy er uppáhaldskylfingur Ingvars
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 5. 2012 | 06:40

Evróputúrinn: Rory McIlroy svo til búinn að tryggja sér efsta sæti peningalistans

Rory McIlroy er svo til búinn að tryggja sér efsta sæti peningalista Evróptúrsins þar sem 5 helstu keppinautar hans hafa ákveðið að taka ekki þátt í 2 af þeim 3 mótum, sem eftir eru á árinu. (Sjá peningalistann með því að SMELLA HÉR: )

Þessir fimm eru Peter Hanson (nr. 2 á peningalistanum) og ensku kylfingarnir Justin Rose (þriðja sæti) og Ian Poulter (fjórða sæti) ásamt nýliðanum  Branden Grace (fimmta sæti) og Ernie Els (sjötta sæti) – en þeir hafa ákveðið að taka ekki þátt í Barclays Singapore Open og mótinu í vikunni þar á eftir UBS Hong Kong Open.

Hanson er í 2. sæti  og er  €764,776 á eftir McIlroy eftir að hafa aðeins orðið T-24 á HSBC Champions en hann þurfti nauðsynlega að hljóta 1. sætið og einkum $ 1,2 milljóna 1. vinninginn sem Poulter hlaut og kom honum úr 13. sæti Race to Dubai í 4. sætið s.s. áður greinir. Poulter er nú aðeins 940,977 frá McIlroy, en þetta er 15. sigur hans og Poulter hlýtur nú í fyrsta sinn þátttökurétt á The Masters í apríl á næsta ári.

Skipuleggjendur Barclays Singapore Open voru búnir að láta Peter Lawrie fá einn af 8 boðsmiðum á mótið en þegar hann ákvað að koma ekki var Peter Hanson næst boðið en hann hefir afþakkað og flaug þess í stað til fjölskyldu sinnar í Orlando og ætlar að vera þar, þar til lokamótið í Dubai hefst. Hann segist þarfnast frís.

Sama er að segja um Rose og Poulter. Poulter hefir ákveðið að taka ekki þátt í Singapore Open, því hann ætlar að tía upp  á Australian Masters, sem fram fer vikuna á eftir og í sömu viku og UBS Hong Kong Open fer fram.

Rory hins vegar mun keppa í Singapore og síðan freista þess að verja titil sinn í Hong Kong og þarf í raun aðeins að verða meðal 10 efstu í Singapore til þess að tryggja sér efsta sæti peningalistans í Evrópu.  Ef það tekst ekki þarf Rory aðeins að verða meðal 3 efstu í Hong Kong eða meðal topp-10 í Dubaí og þá hefir honum tekist það sama og Luke Donald afrekaði á síðasta ári, þ.e. orðið í efsta sæti á peningalistum tveggja stærstu mótaraða heimsins í karlagolfinu.