Andri Þór Björnsson, GR og Nicholls State. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 5. 2012 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór hefur leik á Red Wolf Fall Beach Classic mótinu

Andri Þór Björnsson, GR og Geaux Colonels þ.e. golflið Nicholls State háskólans í Louisiana spila í dag á  Red Wolf Fall Beach Classic mótinu.

Mótið fer fram á golfvelli í Peninsula golfklúbbnum í Gulf Shores, Alabama.

Þetta er 3 hringja mót, 2 hringir spilaðir í dag og 1 á morgun og lið 13 háskóla sem keppa. Þessi lið eru eftirfarandi: Nicholls State, Arkansas State, Arkansas-Little Rock, New Orleans, Murray State, Illinois State, Rice, Southern Eastern Louisiana, Stephen F. Austin, Tennessee-Martin, Texan Pan American, Troy og Vanderbilt.

Golf 1 óskar Andra Þór góðs gengis í dag!