Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2012 | 19:30

Rory horfði á Caroline sína tapa í Búlgaríu

Caroline Wozniacki, kæresta Rory McIlroy tapaði í kvöld fyrir Nadiu Petrovu frá Rússlandi 6-2 og 6-1, að Rory áhorfandi.

Rory keppti ekki á WGC-HSBC Champions til þess að geta stutt Caroline, en hún spilaði meidd í Tour of Champions í tennisnum.

Læknir varð m.a. að gera að meiðslum á vinstri kálfa hjá henni undir leiknum.

Caroline byrjaði 2012 í 1. sæti en hefir átt fremur slakt tímabil, fyrir utan að hún sigraði Korean Open í september og tók síðan Kremlin Cup í október.

Þetta er í fyrsta sinn sem Tournament of Champions í tennisnum er haldið í Búlgaríu – en Búlgaría virðist vera „heitur“ staður undir mótshald í allskyns íþróttagreinum  sem stendur þar sem m.a. næsta Volvo heimsmeistaramót í holukeppni fer fram þar á næsta ári, á Thracian Cliffs golfstaðnum s.s. Golf 1 greindi frá fyrir skemmstu SMELLIÐ HÉR:

Skyldi Rory hafa notað tækifærið og skoðað Þrakíuvöllinn?

Eitt er víst að framundan hjá Rory er að hugga Caroline og það gengur framar flestu m.a $ 7 milljón verðlaunapotti HSBC Champions.