Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2012 | 16:30

Guan Tian-lang verður sá yngsti til að taka þátt í Masters – aðeins 14 ára

Hinn 14 ára Guan Tian-lang tryggði sér sigur á Asia-Pacific Amateur Championship, en þeim sigri fylgdi sá frábæri bónus að fá að taka þátt í The Masters risamótinu í Augusta, Georgiu, á næsta ári.  Guan er nýorðinn 14 ára, er fæddur 25. október 1998 og verður því 14 ára og 2 árum yngri en Matteo Manassero var þegar hann spilaði 2010 í mótinu og setur þ.a.l. nýtt aldursmet.

„Ég er svo spenntur,“ sagði Guan. Ég er virkilega ánægður með að vera yngstur á the Master og ég hlakka til að spila þar. Ég veit ekki hvað mun gerast þar, en ég veit að mig langar til að standa mig vel,“ sagði Guan, sem vann Pan Cheng-tsung frá Tapei með lokahring upp á 71 högg.

Guan sem er aðeins 56 kg æfir golf 3 mánuði ársins í Flórída.