Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 5. 2012 | 10:00

Champions Tour: Tom Lehman fyrstur til að verða stigameistari 2 ár í röð – myndskeið

Bandaríski kylfingurinn Tom Lehman, 53 ára, varð í gær stigameistari Champions Tour, sem er mótaröð atvinnukylfinga í Bandaríkjunum, sem eru 50 ára og eldri, þ.e. öldungamótaröðin.

Stigameistaratitillinn var í höfn eftir að Lehman tryggði sér sigur á Charles Schwaab Championship, lokamóti Champions mótaraðarinnar, en spilað var á Conchise golfvelli, Desert Mountain golfklúbbsins í Scottsdale, Arizona.

Sigur Lehman var sannfærandi en hann spilaði á –22 undir pari, 258 höggum  (68-63-62-65) og átti 6 högg á þann sem næstur kom Jay Haas.  Þetta er 2. sigur Lehman á Champions mótaröðinni á árinu en hann varði titil sinn á Regions Tradition mótinu, 10. júní s.l.

Eftir sigurinn í mótinu sagði Lehman: „Það er oft í heiminum sem maður þarf að spila vel og gerir það ekki. Þetta er ein af þessum vikum sem ég þarfnaðist þess að spila vel og gerði það. Allt í allt er þetta svolítil „draumur-sem-rættist-vika.“

Til þess að sjá sigurpúttið hjá Tom Lehman SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá lokastöðuna á Charles Schwaab Championship SMELLIÐ HÉR: 

Til að sjá lokastöðuna á Schwab Cup standings þ.e. stigalista Champions Tour SMELLIÐ HÉR: