Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2012 | 17:15

Adam Scott ekki sammála Tiger varðandi löngu pútterana

Adam Scott er langt því frá sammála áliti nr. 2 á heimslistanum þegar kemur að löngum pútterum. Nr. 2 á heimslistanum, Tiger Woods hefir löngum verið fremstur meðal þeirra, sem eru á móti „kústsköftunum“ eins og Tom Watson kallar pútterana sem eru venjulegast einhvers staðar mill 38 og 46 tommur að lengd (96,5 -117 cm) að lengd. Tiger hefir m.a. talað við framkvæmdastjóra R&A um málið og talið brýnt að breyta þurfi reglunum, sem nú er í farvatninu við litla hrifningu þeirra sem nota langa púttera. Tiger er fastur á því að pútterslengdin ætti að vera ákveðinn í reglum og miðast við að vera jöfn en styttri en stysta kylfan Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2012 | 16:59

LET Access: Tinna á 75 höggum eftir 1. dag í Valencia

Tinna Jóhannsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði spilaði 1. hringinn á Banesto Tour á Escorpión vellinum, í Valencia, í dag. Hún kom í hús á 3 yfir pari, 75 höggum; fékk 1 fugl, 13 pör og 4 skolla. Tinna deilir 27. sætinu ásamt 12 öðrum kylfingum eftir þennan 1. dag keppninnar. Sú sem er í efsta sæti eftir 1. hring er enska landsliðsstúlkan Holly Clyburn á 5 undir pari, 67 höggum og í 2. sæti hollenska landsliðskonan Marjet Van der Graaff, sem Golf 1 kynnti um daginn SMELLIÐ HÉR: (en Marjet var á 4 undir pari 68 höggum).  Þær tvær Holly og Marjet voru í nokkrum sérflokki en þær sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2012 | 16:45

Evróputúrinn: Birgir Leifur í 23. sæti eftir 2. dag

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, var á 2 yfir pari, 73 höggum á 2. hring sínum á 2. stigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina 2013. Þar með fór hann úr 1 undir pari sem hann var á í gær í samtals 1 yfir par í dag þ.e. 143 högg (70 73) og ljóst að hann verður að eiga gríðarlega góðan hring á morgun, því aðeins 20 efstu í mótinu halda áfram á lokaúrtökumótið á PGA Catalunya golfvellinum. Birgir Leifur er sem stendur í 23. sæti, fór niður í það úr 10. sætinu, sem hann var í, í gær. Í efsta sæti eftir 2. dag er Svíinn Aake Nilsson á samtals 7 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2012 | 14:30

Lord Moynihan vill að konur fái að gerast félagar í R&A golfklúbbnum

Lord Moynihan, sem er fulltrúi Breta í Ólympíunefndinni, hefir óskað eftir því við  Royal and Ancient Golf Club  að þeir opni dyr sínar þannig að konur geti orðið félagar. Golfklúbburinn, sem var stofnaður 14. maí 1754 og hefir klúbbhús sitt í St. Andrews í Fife í Skotlandi, hefir frá upphafi ekki heimilað konum inngöngu. Þar sem breskum konum hefir gengið vel á Olympíuleikum telur Moynihan þetta óviðunandi og vill að klúbburinn breyti reglum sínum. Hann sagði m.a. í BBC Radio 5: „Mér finnst að Royal and Ancient Golf Club of St Andrews ætti að breytast.“ The Royal and Ancient hefir í gegnum tíðina haldið áfram að vera strákaklúbbur, þó t.a.m. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingar dagsins: Dagný Marín Sigmarsdóttir og Heiðar Davíð Bragason – 8. nóvember 2012

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Dagný Marín Sigmarsdóttir og Heiðar Davíð Bragason. Dagný er fædd 8. nóvember 1962 og á því 50 ára stórafmæli í dag!!! Heiðar Davíð er fæddur 8. nóvember 1977 og því 35 ára í dag. Dagný Marín er klúbbmeistari Golfklúbbs Skagastrandar 2012. Hún vinnur við Spákonuhof á Skagaströnd og á 3 börn: Sonju, Sverri og Sigurbjörgu. Heiðar Davíð er golfkennnari við Golfklúbbinn Hamar á Dalvík (GHD).Hann hefir gert ýmislegt og unnið marga sigra í golfíþróttinni. Sem dæmi mætti nefna að hann keppti á danska Scanplan túrnum 2007 og EDP-mótaröðinni 2008. Hann sigraði í Einvíginu á Nesinu 2008. Eins er eftirminnilegt þegar Heiðar Davíð setti glæsilegt vallarmet á Vatnahverfisvelli Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2012 | 09:15

Frægir kylfingar: Hvað eiga Bill Clinton, Michael Phelps, Michael J. Fox og Morgan Freeman sameiginlegt?

Bandaríski leikarinn Michael J. Fox hefir þurft að glíma við Parkinsons veikina. Hann er með 22 í forgjöf og segir að besti hringur sinn sé upp á 92 högg. Morgan Freeman lenti í hræðilegu bílslysi fyrir nokkrum árum með þeim afleiðingum að vinstri hendi hans lamaðist. Hann getur þó enn spilað golf og segir m.a. dræv sín ekkert líða fyrir lömunina. Bill Clinton hefir sagt að engin geti borið því á móti að kylfingar, sem gangi hæðóttan völl á vindasömum degi séu íþróttamenn og golf, íþrótt. Hann segist sannfærður um að stjúpfaðir hans hafi náð þeim háa aldri að verða 89 ára vegna þess að hann spilaði svo mikið golf. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2012 | 08:00

Evróputúrinn: Edoardo Molinari fór holu í höggi í Singapore

Í dag hófst á Sentosa golfstaðnum í Singapore, Barclays Singapore Open, en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Hafi ítalski kylfingurinn Edoardo Molinari verið hræddur um að hafa eytt öllum góðu höggunum á æfingahring fyrir mótið á þriðjudaginn s.l. þegar hann fékk albatross á par-5, 4. holu vallarins, þann fyrsta með nýja blendingnum sínum,  þá getur hann andað léttar nú. Hann fór nefnilega holu í höggi á 17. flöt í Singapore í morgun!  Fram að því hafði ekkert gengið of vel. Hann fékk skolla á 1. holu og skramba á 3. holu en fékk síðan 3 fugla og var á parinu allt fram á 14. holu þar sem hann fékk aftur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2012 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst lauk keppni í 13. sæti á Hawaii

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, og golflið East Tennessee State luku keppni í gær á Warrior Wave Intercollegiate mótinu, en það fór fram á golfvelli Makai golfklúbbsins á golfstað St. Regis Princeville, í Princeville, á Hawaii. Mótið fór fram dagana 5.-7. nóvember og voru þátttakendur 80 frá 16 háskólum. Það er 10 tíma, tímamismunur milli Íslands og Hawaii og lokadaginn þ.e. í gær fóru allir út á sama tíma, kl. 8:00 að staðartíma (kl. 18:00 að íslenskum tíma) Guðmundur Ágúst af 2. teig. Guðmundur Ágúst lauk keppni á samtals sléttu pari, 216 höggum (74 70 72) og spilaði lokahringinn líka á sléttu pari, fékk 4 fugla, 10 pör og 4 skolla. Þar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2012 | 06:30

NGA: Strákarnir komust ekki í gegnum niðurskurð í Shingle Creek í Flórída

Þórður Rafn Gissurarson, GR og Alexander Aron Gylfason, GR, spiluðu í gær 2. hring á 3. móti NGA Pro Tour – Bridgestone Winter Series. Leikið var á  Shingle Creek golfvellinum, í Orlandó, Flórída. Þátttakendur eru 106 og komust 35 efstu og þeir sem voru jafnir í 35. sæti áfram (en ekki 60 efstu eins og Golf 1 hafði rangt eftir af heimasíðu mótsins – en það var síðar leiðrétt). Niðurskurður var miðaður við samtals 1 yfir pari. Þórður Rafn spilaði á samtals 3 yfir pari og munaði því aðeins 2 höggum að hann kæmist í gegnum niðurskurð.  Þórður var eins og segir á samtals 3 yfir pari, 147 höggum (73 74). Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 7. 2012 | 20:00

Viðtalið: Tinna Jóhannsdóttir, GK.

Tinna Jóhannsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, hefur á morgun keppni á Banesto Tour Valencia mótinu á LET Access Series í Valencia á Spáni.  Mótið  er 3 daga, stendur dagana 8.-10. nóvember.  Hér fer viðtalið við Tinnu: Fullt nafn: Tinna Jóhannsdóttir. Klúbbur: Keilir. Hvar og hvenær fæddistu?  Ég er fædd í Reykjavík, 1986. Hvar ertu alin upp? Ég hef átt heima í Garðabænum allt mitt líf. Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Ég á risastóra og frábæra fjölskyldu og held það sé fljótlegra að segja að amma mín er sú eina sem spilar ekki golf í minni fjölskyldu. Hvenær byrjaðir þú í golfi? Ég var 12 þegar ég fór Lesa meira