Adam Scott
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2012 | 17:15

Adam Scott ekki sammála Tiger varðandi löngu pútterana

Adam Scott er langt því frá sammála áliti nr. 2 á heimslistanum þegar kemur að löngum pútterum.

Nr. 2 á heimslistanum, Tiger Woods hefir löngum verið fremstur meðal þeirra, sem eru á móti „kústsköftunum“ eins og Tom Watson kallar pútterana sem eru venjulegast einhvers staðar mill 38 og 46 tommur að lengd (96,5 -117 cm) að lengd.

Tiger hefir m.a. talað við framkvæmdastjóra R&A um málið og talið brýnt að breyta þurfi reglunum, sem nú er í farvatninu við litla hrifningu þeirra sem nota langa púttera.

Tiger er fastur á því að pútterslengdin ætti að vera ákveðinn í reglum og miðast við að vera jöfn en styttri en stysta kylfan í poka kylfingsins. Scott er sko alls ekki hrifinn af þessari tillögu.

„Álit hans hefir eitthvað vægi í umræðunni, en margir leikmenn hafa verið býsna opinskáir í áliti sínu en þegar Tiger tjáir álit sitt, þá vekur það auðvitað áhuga.“ sagði hinn 32 ára Scott.

„En ég er ekki viss um það nauðsynlega að álit hans á pútternum sé rétt; mér finnst ekki að pútterinn ætti að vera stysta kylfan í pokanum, sú regla hefir aldrei verið í golfreglum og ég veit ekki af hverju hún ætti að koma til framkvæmda nú.“

Bandaríski kylfingurinn Keegan Bradley sagði í síðustu viku á HSBC Champions mótinu í Kína að hann kynni að höfða mál yrði pútterinn langi sem hann hefir notað í 16 ár bannaður. Svíinn Carl Petterson er líka einn þeirra sem er ákveðinn að bann sé engin lausn.

Adam Scott vill ekki láta lögmenn flækja málin og heldur því fram að frekar ætti að einblína á að setja reglur um kylfuhönnun, sem leitt hafa til þess að kylfingar eru að slá gríðarlega langt og einbeita sér að því að lengja velli.

„Við þurfum svo sannarlega ekki svona deilur í golfi. Mér finnst það óþarfi, allt í því sambandi, það eru mikilvægari hlutir sem ætti að hafa áhyggjur af,“ sagði Scott varðandi hugsanleg málaferli.

„Ég hugsa að það sé viðurkennt að lengdin sé líklega það, sem mest ætti að fjalla um þ.e. fjarlægðin sem næst úr kylfu og það er ekki bara bundið við hversu langt atvinnumenn eru að slá.“

„Sumir af völlunum okkar, sem eru frábærir vellir eru allt of stuttir þessa dagana. Ef við erum á annað borð að tala um golfútbúnað þá skiptir fjarlægðin sem slegin er mestu máli vegna þess að verið er að færa teiga aftar. Flötum er ekki breytt vegna þess að kylfingar pútta með löngum pútterum.“