Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 10. 2012 | 10:00

LPGA: Angela Stanford leiðir þegar Lorena Ochoa Invitational er hálfnað

Það er bandaríski kylfingurinn Angela Stanford sem leiðir eftir 2. hring Lorena Ochoa Invitational í Guadalajara í Mexikó.  Stanford er búin að spila á samtals 11 undir pari, 133 höggum (66 67).  Eftir hringinn sagði hún m.a.: „Mér finnst svo gaman þessa viku vegna þess að mótið er afslappað, það eru allt svo óstressað…“ Í 2. sæti, 2 höggum á eftir er Inbee Park frá Suður-Kóreu og í 3. sæti enn einu höggi á eftir er Cristie Kerr. Fjórða sætinu deila 3 kylfingar: Candie Kung frá Tapei, nr. 2 á Rolex-heimslista kvenna: Stacey Lewis frá Bandaríkjunum og So Yeon Ryu frá Suður-Kóreu, allar á 7 undir pari, samtals 137 höggum, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 10. 2012 | 09:15

Evróputúrinn: Thomas Björn leiðir í Singapore eftir 2. dag

Daninn Thomas Björn er aftur kominn í forystu á Barclays Singapore Open.  Hann lék 2. hring á 4 undir pari, 67 höggum; fékk fjóra fugla og 14 pör.  Samtals er Björn búinn að spila á 9 undir pari (66 67). Tveimur höggum á eftir er Englendingurinn Chris Wood og eins skaust Suður-Afríkumaðurinn George Coetzee í 2. sætið með besta skori 2. hrings upp á 63 högg. Francesco Molinari er í 4. sæti á 6 undir pari og Adam Scott og Simon Dyson deila 5. sætinu á samtals 5 undir pari. Nirat Chipchai, fyrrum munkur, sem leiddi eftir gærdaginn er nú 7. sæti ásamt 10 öðrum kylfingum á samtals 4 undir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 10. 2012 | 04:30

PGA: Charlie Beljan leiðir þegar Children´s Miracle Network Hospitals Classic er hálfnað – hápunktar og högg 2. dags

„Eitt högg í viðbót, ein hola í viðbót. Það er eflaust það sem Charlie Beljan sagði við sjálfan sig áður en honum var komið á sjúkrahús með hraði eftir hring hans nú í nótt á the Children’s Miracle Network Hospitals Classic, á Lake Buena Vista í Flórída.“ Svona hefst ágætis grein eftir fréttamann PGA Tour, Brian Wacker um baráttu Charlie Beljan nýliða á PGA Tour, sem leiðir þegar mótið er hálfnað.  Golf 1 hefir áður verið með kynningu á Beljan sem rifja má upp með því að SMELLA HÉR: Áður en lengra er haldið eru hér upplýsingar fyrir þá sem ekki vilja lesa áfram en hafa aðeins hugsað sér að sjá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 9. 2012 | 20:00

LET Access: Tinna komst ekki í gegnum niðurskurð á Banesto Tour Valencia

Tinna Jóhannsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði spilaði 2. hringinn á Banesto Tour á Escorpión vellinum, í Valencia, í dag. Hún  spilaði samtals  á 8 yfir pari, (75 77)  og komst því miður ekki í gegnum niðurskurð. Niðurskurður var miðaður við 4 yfir pari og munaði því aðeins 4 höggum að Tinna kæmist í gegn.  Hún spilar því, því miður ekki lokahringinn á morgun. Staðan á toppnum er óbreytt því í efsta sæti eftir 1. hring er enska landsliðsstúlkan Holly Clyburn á samtals 6 undir pari, (67 71)   Í 2. sæti er hollenska landsliðskonan Marjet Van der Graaff, sem Golf 1 kynnti um daginn SMELLIÐ HÉR: (en Marjet er á 4 undir pari (68 71). Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 9. 2012 | 19:45

Evróputúrinn: Birgir Leifur í 32. sæti eftir 3. dag úrtökumótsins í Murcia

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, var á sléttu pari, 72 höggum á 3. hring sínum á 2. stigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina 2013, í dag. Samtals er Birgir Leifur því búinn að spila á á 1 yfir pari, 215 höggum (70 73 72) Birgir Leifur fór úr 23. sætinu í 32. sætið, en aðeins þeir sem eru í 20. sæti eða eru jafnir í því sæti komast áfram á lokaúrtökumótið. Ef skorið væri niður í dag væri niðurskurður miðaður við 2 undir pari og því ljóst að Birgir Leifur þarf aðeins að vinna upp 3 högg!!! Spennandi hvað gerist á morgun…. Golf 1 óskar Birgi Leif góðs gengis!!! Til þess Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 9. 2012 | 15:00

Afmæliskylfingur dagsins: Gunnhildur Kristjánsdóttir – 9. nóvember 2012

Það er Gunnhildur Kristjánsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Gunnhildur er fædd 9. nóvember 1996 og því 16 ára í dag!!! Hún er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG) og aldeilis búin að slá í gegn á Unglingamótaröð Arion banka í sumar. Í upphafi árs var hún valin efnilegasti kylfingurinn, ásamt Óðni Þór Ríkharðssyni við verðlaunafhendingu í tilefni af  vali á íþróttakarli og konu Garðabæjar. Gunnhildur sigraði á 1. móti Unglingamótaraðar Arionbanka uppi á Skaga í flokki telpna 15-16 ára og einnig a 2. mótinu á Þverárvelli. Á 3. móti Unglingamótaraðarinnar á Korpunni varð Gunnhildur í 5.sæti; á Íslandsmótinu í höggleik varð Gunnhildur í verðlaunasæti þ.e. 3. sætinu: Á 5. móti Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 9. 2012 | 11:00

Tiger og Rory tala um vináttu sína á og utan vallar á CNN – myndskeið

CNN tók viðtal við nr. 1 og nr. 2 á heimslista golfsins.  Nokkur aldursmunur er á þeim Tiger er 36 ára en Rory aðeins 23 ára.  Rory hefir, eins og svo margir aðrir verið mikill aðdáandi Tiger í gegnum tíðina, var m.a. í spurningaþætti þar sem sérsvið hans var Tiger á yngri árum.  Hann segir m.a. í viðtalinu að Tiger hafi gjörbreytt ímynd golfsins – þannig að yngri kylfingar hafi farið að koma meira fram, sem m.a. lögðu áherslu á að vera líkamlega í betra formi – Tiger tók undir það sagði að á túrnum hefðu aðeins hann og Vijay um tíma verið í líkamsrækt, en nú væru nær undantekningalaust Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 9. 2012 | 09:00

LPGA: Michelle Wie og tvær aðrar efstar eftir 1. dag Lorena Ochoa Invitational

Það eru þær Michelle Wie, Candie Kung og Angela Stanford sem leiða eftir 1. hring Lorenu Ochoa Invitational, sem hófst í Guadalajara í Mexikó í gær. Allar léku þær á 6 undir pari, 66 höggum, hver.  Michelle var sú eina sem spilaði skollafrítt þ.e. fékk 6 fugla og 12 pör meðan hinar tvær fengu 7 fugla 11 pör og 1 skolla. Aðeins 1 höggi á eftir þ.e. á 67 höggum er hópur 5 frábærra kylfingar: Cristie Kerr, heimsins nr. 2 Stacy Lewis, Karine Icher frá Frakklandi og So Yeon Ryo og Inbee Park frá Suður-Kóreu. Þær deila 4. sæti mótsins. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Lorena Ochoa Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 9. 2012 | 08:45

PGA: Charlie Wi leiðir á Children´s Miracle Network Hospitals Classic mótinu í Flórída – hápunktar 1. dags

Það er suður-kóreanski kylfingurinn Charlie Wi sem leiðir eftir 1. dag Children´s Miracle Network Hospitals Classic mótsins, sem fram fer á Magnolia golfvellinum í Lake Buena Vista í Flórída og hófst í gær. Charlie Wi kom inn á 8 undir pari, 64 höggum; fékk örn, 8 fugla, 7 pör og 2 skolla. Í 2. sæti eru Kólombíumaðurinn Camilo Villegas og Bandaríkjamaðurinn „tveggja hanska“ Tommy Gainey aðeins 1 höggi á eftir. Til þess að sjá stöðuna eftir 1 dag á Children´s Miracle Network Hospitals Classic mótinu  SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Children´s Miracle Network Hospitals Classic mótinu  SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 9. 2012 | 08:00

Evróputúrinn: Eldingar stöðva leik í Singapore í 2. sinn – ekki tókst að ljúka hringjum 2. dags – Nirat Chapchai forystumaður 1. dags

Þegar leik var hætt í gær fyrsta dag Barclays Singapore Open var Daninn Thomas Björn í forystu. Eftir að allir höfðu lokið 1. hring í dag, á 2. degi mótsins var ljóst að Thaílendingurinn Nirat Chapchai átti besta skor á 1. hring: 65 högg; Thomas Björn var 1 höggi á eftir honum á 66 höggum. Í dag á 2. hring mótsins er leik aftur hætt vegna eldinga eða „hættulegs ástands á velli“ (ens. a dangerous situation on course) sem var ástæðan í gær.  Þegar leik var hætt í 2. sinn er Chapchai enn í forystu en nú ásamt Englendingnum Simon Dyson. Í raun eiga svo margir eftir að ljúka leik að ekki Lesa meira