Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2012 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst lauk keppni í 13. sæti á Hawaii

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, og golflið East Tennessee State luku keppni í gær á Warrior Wave Intercollegiate mótinu, en það fór fram á golfvelli Makai golfklúbbsins á golfstað St. Regis Princeville, í Princeville, á Hawaii.

Mótið fór fram dagana 5.-7. nóvember og voru þátttakendur 80 frá 16 háskólum.

Það er 10 tíma, tímamismunur milli Íslands og Hawaii og lokadaginn þ.e. í gær fóru allir út á sama tíma, kl. 8:00 að staðartíma (kl. 18:00 að íslenskum tíma) Guðmundur Ágúst af 2. teig.

Guðmundur Ágúst lauk keppni á samtals sléttu pari, 216 höggum (74 70 72) og spilaði lokahringinn líka á sléttu pari, fékk 4 fugla, 10 pör og 4 skolla. Þar af fékk hann 3 fugla í röð á 3.-5. braut þ.e. byrjaði hringinn geysivel.  Alla 3 dagana hefir Guðmundur Ágúst verið að hækka sig á skortöflunni var í 32. sæti eftir 1. dag þ.e. vel ofan við meðallag miðað við fjölda keppenda; tók síðan stökk upp í 17. sætið eftir glæsihring 2. dags upp á 2 undir pari og bætti sig enn um 4 sæti, en hann lauk leik meðal topp 20 í mótinu þ.e. landaði 13. sætinu, sem hann deildi með 4 öðrum. Guðmundur Ágúst var með 2.-3. besta skorið í liði sínu og telur það því, en lið ETSU varð í 4. sæti í liðakeppninni.

Næsta keppni sem golflið ETSU, The Bucs, tekur þátt í er ekki fyrr en á næsta ári þ.e. Sea Best Invitational, sem hefst mánudaginn 4. febrúar 2013 í Jacksonville, Flórída.

Sjá má frásögn á heimasíðu ETSU um frækna för The Bucs til Hawaii með því að SMELLA HÉR: 

Til að sjá úrslitin á Warrior Wave Intercollegiate  SMELLIÐ HÉR: