Birgir Leifur Hafþórsson verður með í Flórídaferðinni. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2012 | 16:45

Evróputúrinn: Birgir Leifur í 23. sæti eftir 2. dag

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, var á 2 yfir pari, 73 höggum á 2. hring sínum á 2. stigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina 2013.

Þar með fór hann úr 1 undir pari sem hann var á í gær í samtals 1 yfir par í dag þ.e. 143 högg (70 73) og ljóst að hann verður að eiga gríðarlega góðan hring á morgun, því aðeins 20 efstu í mótinu halda áfram á lokaúrtökumótið á PGA Catalunya golfvellinum.

Birgir Leifur er sem stendur í 23. sæti, fór niður í það úr 10. sætinu, sem hann var í, í gær.

Í efsta sæti eftir 2. dag er Svíinn Aake Nilsson á samtals 7 undir pari, 135 högg (71 64) – en sá hinn sami var á verra skori en Birgir Leifur í gær. Svona eru hlutirnir fljótir að gerast í golfinu og vonandi að allt snúist á sveif með Birgi Leif á morgun.

Golf 1 óskar Birgi Leif góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna á úrtökumótinu í El Valle eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: