Evróputúrinn: Edoardo Molinari fór holu í höggi í Singapore
Í dag hófst á Sentosa golfstaðnum í Singapore, Barclays Singapore Open, en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni.
Hafi ítalski kylfingurinn Edoardo Molinari verið hræddur um að hafa eytt öllum góðu höggunum á æfingahring fyrir mótið á þriðjudaginn s.l. þegar hann fékk albatross á par-5, 4. holu vallarins, þann fyrsta með nýja blendingnum sínum, þá getur hann andað léttar nú.
Hann fór nefnilega holu í höggi á 17. flöt í Singapore í morgun! Fram að því hafði ekkert gengið of vel. Hann fékk skolla á 1. holu og skramba á 3. holu en fékk síðan 3 fugla og var á parinu allt fram á 14. holu þar sem hann fékk aftur skolla. Það breyttist með einu höggi á 17. holu, þar sem Molinari sló draumahöggið með 6-unni sinni á 188 yarda(172 metra) par-3 brautinni. Þetta var í fyrsta sinn sem Edoardo Molinari fer holu í höggi sem atvinnumaður.
Þrátt fyrir glimrandi flotta BMW-inn sem er til sýnis við 17. braut þá var ekki bíll í verðlaun fyrir holu í höggi þarna og sagðist Molinari hafa vitað það. „Þvílík heppni að ég las á skiltinu á æfingahringnum á þriðjudaginn að bíllinn var bara til sýnis – annars hefði ég örugglega fagnað ákaflega og litið út eins og vitleysingi!!!“
„Albatrossinn á þriðjudaginn var fyrsta höggið sem ég sló með nýja blendingnum mínum og við Francesco hlógum. Við ákváðum að þetta hlyti að vera góður blendingur og að hann ætti að vera áfram í pokanum mínum.
Þetta er skrítinn leikur. Að slá tvö eins og þessi það gerist ekki mjög oft, en í dag taldi það þó eitthvað!“
Edoardo er sem stendur T-19, þ.e. deilir 19. sætinu með öðrum kylfingum, en sú sætisröðun getur raskast vegna þess hversu margir eiga eftir að ljúka leik, en leik var frestað vegna hættulegra aðstæðna (ens. dangerous situation). Edoardo er á 1 undir pari, 70 höggum eftir 1. mótsdag.
Til þess að sjá stöðuna á Barclays Singapore Open eftir 1. hring SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024