Nýju stúlkurnar á LET 2012 (32. grein af 34): Carlota Ciganda
Þá er komið að því að kynna spænska kylfinginn Carlotu Ciganda, í nokkrum orðum en hún varð í 3. sæti á Q-school LET á La Manga nú fyrr á árinu. Carlota fæddist í Pamplona á Spáni, 1. júní 1990 og er því 22 ára. Hún er 1,74 m á hæð með brúnt hár og græn augu. Hún byrjaði að spila golf 5 ára og segir pabba sinn hafa haft mest áhrif á að hún hóf að spila golf. Frændi hennar er fyrrum fótboltamaðurinn og núverandi fótboltaþjálfarinn José Angel Ziganda. Carlota er mikill aðdáandi tennisleikarans Rafael Nadal. Carlota var bandaríska háskólagolfinu en hún spilaði golf með golfliði Arizona State University. Hún Lesa meira
GR: Ágúst Jensson ráðinn yfirvallastjóri
Ágúst Jensson hefur verið ráðinn yfirvallastjóri Golfklúbbs Reykjavíkur og tók við því starfi þann 1. nóvember síðastliðinn. Ágúst er GR-ingum vel kunnugur þar sem hann hefir verið vallarstjóri á Korpúlfsstöðum síðastliðin 10 ár. Ágúst er menntaðar golfvallafræðingur frá Elmwood College í Skotlandi auk þess sem hann er með Bs gráðu í viðskiptafræði með áherslu á Stjórnun frá Háskólanum á Akureyri. Starf yfirvallastjóra er ný staða hjá GR og mun yfirvallastjóri bera ábyrgð á rekstri golfvalla klúbbsins auk annara verka er snúa að viðhaldi og rekstri valla GR og þeirra verkefna sem GR tekur að sér er snúa að viðhaldi íþrótta/golfvalla. Golf 1 óskar Ágústi velfarnaðar í nýju starfi!!! Heimild: grgolf.is
Evróputúrinn: Birgir Leifur í 10. sæti eftir 1. dag úrtökumótsins í Murcia
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, spilaði 1. hring sinn á 2. stigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina 2013 á El Valle golfvellinum, í Murcia á Spáni í dag. Hann kom í hús á 1 undir pari, 70 höggum; fékk 4 fugla, 11 pör og 3 skolla. Eftir 1. dag mótsins deilir Birgir Leifur 10. sæti ásamt 3 öðrum kylfingum. Golf 1 óskar Birgi Leif áframhaldandi góðs gengis! Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag úrtökumótsins á El Valle SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Davíð Gunnlaugsson – 7. nóvember 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Davíð Gunnlaugsson. Hann er fæddur 7. nóvember 1988 og er því 24 ára í dag. Davíð er laganemi, golfleiðbeinandi og afrekskylfingur Golfklúbbsins Kjalar í Mosfellsbæ. Hann er í sambúð með Heiðu Guðnadóttur, klúbbmeistara kvenna í GKJ 2012. Sjá má nýlegt viðtal Golf 1 við Davíð með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Davíð Gunnlaugsson (24 ára) Aðrir frægir sem eiga afmæli í dag eru: Hallgrímur Friðfinnsson, GK, 7. nóvember 1943 (69 ára) ; Felipe Aguilar Schuller 7. nóvember 1974 (38 ára) ….. og …… Guðni Gunnarsson Kristín Höskuldsdóttir (52 ára) Seeds Iceland Lesa meira
Evróputúrinn: Birgir Leifur hefur keppni á 2. stigi úrtökumóts í Murcia í dag
Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, er einmitt þegar þessar línur eru ritaðar að hefja keppni á 2. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina, í Murcia, Spáni, í dag. Birgir Leifur komst á 2. stig úrtökumótsins eftir frábæra frammistöðu á 1. stigi úrtökumótsins á Circolo golfvellinum í Bogogno á Ítalíu, þar sem hann varð í 23. sæti í lok september s.l.; en 28 efstu í því móti komust áfram á stigið sem hefst í dag. Lokaskor Birgis Leifs á Ítalíu voru 2 undir pari, 286 högg (71 74 69 72). Á 2. stiginu er keppt á El Valle golfvellinum í Murcia á Spáni, sem er mörgum íslenskum kylfingnum að góðu kunnur. Golf Lesa meira
Rory segir gagnrýni á sig fyrir að taka ekki þátt í WGC HSBC Champions mótinu réttmæta
Nr. 1 í heimi, Rory McIlroy hefir varið ákvörðun sína að sleppa því að spila á móti s.l. viku, WGC HSBC Champions í Kína, í síðustu viku. Rory spilar aftur í Asíu í þessari viku nánar tiltekið á Singapore Open eftir að hafa tekið sér viku frí til þess að hvetja kærestu sína, Caroline Wozniacki í Tournament of Champions í Búlgaríu; hann sagði að vikufríið hefði verið nauðsynlegt þrátt fyrir að golfáhangendur kynnu að hafa verið vonsviknir. „Mér finnst gagnrýnin sanngjörn …. þetta er heimsmót, eitt af þeim stærri. Það var erfitt að missa af því, sérstaklega þegar maður gat bara fylgst með fyrir framan sjónvarpið,“ sagði Rory við fréttamenn Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór og Nicholls State luku leik í 10. sæti á Red Wolf Fall Beach Classic mótinu
Andri Þór Björnsson, GR og Geaux Colonels þ.e. golflið Nicholls State háskólans í Louisiana luku leik í gær á Red Wolf Fall Beach Classic mótinu. Mótið fór fram á golfvelli í Peninsula golfklúbbnum í Gulf Shores, Alabama. Þátttakendur voru 70 frá 13 háskólum. Andri Þór spilaði á samtals 229 höggum (79 68 82) Hann lauk leik jafn öðrum í 32. sæti og var á besta skorinu í golfliði Nicholls State, sem varð í 10. sæti í liðakeppninni. Næsta mót Geaux Colonels, golfliðs Nicholls State er ekki fyrr en 4. febrúar 2013, þ.e. Rice Intercollegiate í Westwood golfklúbbnum, í Houston, Texas. Til þess að sjá úrslitin á Red Wolf Fall Beach Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst í 17. sæti eftir 2. dag í Hawaii
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, og golflið East Tennessee State spiluðu 2. hring á Warrior Wave Intercollegiate mótinu í gær, en það fer fram á golfvelli Makai golfklúbbsins á golfstað St. Regis Princeville, í Princeville, á Hawaii. Mótið fer fram dagana 5.-7. nóvember og lýkur í dag. Þátttakendur eru 80 frá 16 háskólum. Það er 10 tíma, tímamismunur milli Íslands og Hawaii og í gær fór Guðmundur út kl 7:39 að staðartíma af 1. teig, þ.e. kl. 17:39 að íslenskum tíma. Guðmundur Ágúst er búinn að spila á samtals sléttu pari, 144 höggum (74 70) átti glæsihring í gær upp á 2 undir pari, 70 högg, hring þar sem hann fékk 3 Lesa meira
NGA: Alexander og Þórður Rafn báðir á 73 eftir 1. dag í Shingle Creek
Í dag fer fram 3. mótið á NGA Pro Tour – Bridgestone Winter Series. Nú er spilað á Shingle Creek golfvellinum, í Orlandó, Flórída. Þetta er stórt mót með 106 þátttakendum og meðal þeirra sem þátt taka eru sem fyrr GR-ingarnir Þórður Rafn Gissurarson og Alexander Aron Gylfason. Báðir áttu ágætis hringi í dag upp á 1 yfir pari, 73 högg. Þórður Rafn fékk 3 fugla, 11 pör og 4 skolla alveg eins og Alexander. Skorin sem komin eru upp eru mjög lág og sem stendur er James Vargas, frá Miami, í efsta sæti á 7 undir pari, 65 högg. Það eru 60 efstu og þeir sem jafnir eru í Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2012 (31. grein af 34): Marjet Van der Graaff
Hollenski kylfingurinn Marjet Van der Graaff varð T-4 á Q-school LET nú fyrr á árinu og hefir því keppt keppnistímbilið 2012 á Evrópumótaröð kvenna. Marjet fæddist 22. júlí 1982 í Roosendaal en Nispen í Hollandi og varð því 30 ára á árinu. Hún er 1,68 m há með brúnt hár og græn augu. Hún byrjaði að spila golf 13 ára og er félagi í Broekpolder GC í Vlaardingen, heima í Hollandi. Hún var í háskóla heima í Hollandi í viðskiptafræði. Hún er í hollenska landsliðinu, sem jafnframt er aðalstyrktaraðili hennar á LET. Van der Graaf hefir verið á LET í 6 ár en nýliðatímabil hennar var 2007. Sem áhugamaður vann Marjet Lesa meira









