Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingar dagsins: Dagný Marín Sigmarsdóttir og Heiðar Davíð Bragason – 8. nóvember 2012

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Dagný Marín Sigmarsdóttir og Heiðar Davíð Bragason. Dagný er fædd 8. nóvember 1962 og á því 50 ára stórafmæli í dag!!! Heiðar Davíð er fæddur 8. nóvember 1977 og því 35 ára í dag.

Dagný Marín er klúbbmeistari Golfklúbbs Skagastrandar 2012. Hún vinnur við Spákonuhof á Skagaströnd og á 3 börn: Sonju, Sverri og Sigurbjörgu.

Heiðar Davíð er golfkennnari við Golfklúbbinn Hamar á Dalvík (GHD).Hann hefir gert ýmislegt og unnið marga sigra í golfíþróttinni. Sem dæmi mætti nefna að hann keppti á danska Scanplan túrnum 2007 og EDP-mótaröðinni 2008. Hann sigraði í Einvíginu á Nesinu 2008. Eins er eftirminnilegt þegar Heiðar Davíð setti glæsilegt vallarmet á Vatnahverfisvelli á 25 ára afmælismóti Golfklúbbsins Óss á Blönduósi árið 2010; spilaði völlinn á -5 undir pari, 65 höggum. Vallarmetið stendur enn. Hann varð stigameistari á Norðurlandsmótaröðinni 2010 og er klúbbmeistari GHD 2009, 2010 og 2011. Heiðar Davíð er kvæntur Guðríði Sveinsdóttur og eiga þau einn son.

Komast má á facebook síðu afmæliskylfinganna til þess að óska þeim til hamingju með daginn hér að neðan:

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Beverly Klass, 8. nóvember 1956 (56 ára);  Thongchai Jaidee, 8. nóvember 1969 (43 ára); Francesco Molinari, 8. nóvember 1982 (30 ára stórafmæli!!!); Kathleen Ekey, 8. nóvember 1986 (26 ára) – spilar á LPGA –  ….. og …..

Coralie Cicuto (27 ára)

Helgi Snorrason (61 árs)

Toshiki Toma (54 ára)

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is