Þórður Rafn Gissurarson, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2012 | 06:30

NGA: Strákarnir komust ekki í gegnum niðurskurð í Shingle Creek í Flórída

Þórður Rafn Gissurarson, GR og Alexander Aron Gylfason, GR, spiluðu í gær 2. hring á 3. móti NGA Pro Tour – Bridgestone Winter Series. Leikið var á  Shingle Creek golfvellinum, í Orlandó, Flórída. Þátttakendur eru 106 og komust 35 efstu og þeir sem voru jafnir í 35. sæti áfram (en ekki 60 efstu eins og Golf 1 hafði rangt eftir af heimasíðu mótsins – en það var síðar leiðrétt).

Alexander Aron Gylfason, GR.

Niðurskurður var miðaður við samtals 1 yfir pari.

Þórður Rafn spilaði á samtals 3 yfir pari og munaði því aðeins 2 höggum að hann kæmist í gegnum niðurskurð.  Þórður var eins og segir á samtals 3 yfir pari, 147 höggum (73 74). Hann lauk keppni T-53, þ.e. deildi 53. sætinu með 3 öðrum kylfingum.

Alexander Aron lék á samtals 12 yfir pari, 156 höggum (73 83) og varð T-93 þ.e. deildi 93. sæti með Spence Laurie frá Blenheim, Ontario.

Næsta mót á NGA Pro Tour – Bridgestone Winter Series er næsta þriðjudag eftir viku og verður spilað í Harmony Golf Preserve í Flórída.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag mótsins í Shingle Creek SMELLIÐ HÉR: