Tinna Jóhannsdóttir, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2012 | 16:59

LET Access: Tinna á 75 höggum eftir 1. dag í Valencia

Tinna Jóhannsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði spilaði 1. hringinn á Banesto Tour á Escorpión vellinum, í Valencia, í dag.

Hún kom í hús á 3 yfir pari, 75 höggum; fékk 1 fugl, 13 pör og 4 skolla. Tinna deilir 27. sætinu ásamt 12 öðrum kylfingum eftir þennan 1. dag keppninnar.

Sú sem er í efsta sæti eftir 1. hring er enska landsliðsstúlkan Holly Clyburn á 5 undir pari, 67 höggum og í 2. sæti hollenska landsliðskonan Marjet Van der Graaff, sem Golf 1 kynnti um daginn SMELLIÐ HÉR: (en Marjet var á 4 undir pari 68 höggum).  Þær tvær Holly og Marjet voru í nokkrum sérflokki en þær sem deila 3. sætinu eru á 71. höggi aðeins 4 höggum á undan Tinnu. Það þarf því lítið að gerast til að staðan breytist.

Golf 1 óskar Tinnu góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag í Valencia SMELLIÐ HÉR: