Bestu par-3 brautir í heiminum (nr. 4 af 10)
Þrjár bestu sem af er bara í Bandaríkjunum? … og þær allar á linksurum í Kaliforníu? Við höldum okkur um stund enn við Bandaríkin en svissum nú yfir í einn frægasta skógarvöll heims og yfir í annað ríki…. golfvöll Augusta National Golf Club í Georgíu, sem er mótsstaður the Masters risamótsins í aprílmánuði hvers árs. Á Augusta National eru allar fjórar par-3 brautir vallarins frægar og í heimsklassa…. en sú frægasta er „Golden Bell“ par-3 12. brautin í hinum fræga 3 brauta Amen Corner. Tólfta brautin (Golden Bell) er 155 yardar (142 metrar). Hún er líklega þekktasta par-3 brautin í öllu golfi. Skotmarkið er mjög þröngt, hin fræga á, Rae Creek Lesa meira
Daly verður sektaður fyrir kylfukast
John Daly er nú að skandalisera eina ferðina enn. Hann var mjög ósáttur við spilamennsku sína á móti helgarinnar á Evrópumótaröðinni, UBS Hong Kong Open og kastaði pútter sínum upp í tré. Jafnframt var Daly óánægður með áhorfendur sem voru eitthvað að pirra kappann með ljósmyndasmellum og farsímum, þegar hann þurfti að einbeita sér. Svo illa gekk að Daly komst ekki í gegnum niðurskurð. „Um stund var þetta komið úr böndunum – alger hneisa” tvítaði Daly. Mótsstjórinn, Mickael Ericsson, sagði að þetta með áhorfendurna yrði rannakað en það afsakaði ekki framferði Daly, sem yrði sektaður fyrir vikið. John Daly mistókst því miður að tryggja sér fullan keppnisrétt á Evrópumótaröðinni á Lesa meira
Adam Scott slakar á eftir sigurinn á Opna ástralska
Það er hreinlega ekki annað hægt en að birta þessa mynd af kynþokkafyllsta karlkylfingi allra tíma og nú sigurvegara Talisker Australian Open að slaka á, á ástralskri strönd, eða réttar sagt sjónum við hana eftir sigurinn í gær. Það er svo innilega afslappandi að fara í sjóinn eftir sigur! Bara að hákarlar hafi nú ekki bitið í uppáhaldskylfing margra! Scott er í alveg jafn kynþokkafullum sundstuttbuxum frá Aquascootum, fatalínu sinni enda er hann sjálfur ein besta auglýsing fyrir vörumerki sitt. En milljarða krónu spurningin er: Hvað skyldi Scott vera að hugsa um?
LPGA: So Yeon Ryu hlaut Rolex LPGA nýliðaverðlaunin og Inbee Park Vare Trophy
So Yeon Ryu frá Suður-Kóreu hlaut Rolex nýliða verðlaun LPGA mótaraðarinnar. Hún á þegar að baki tvenn verðlaun á LPGA þrátt fyrir að vera nýliði í ár. Þessi fallegi kóreanski kylfingur var enn á kóreönsku LPGA þegar hún sigraði á US Open kvenrisamótinu 2011 var 1 höggi á eftir löndu sinni Hee Kyung Seo á lokaholunni en knúði fram umspil, sem hún vann síðan á 3. holu þegar hún fékk fugl. Í ár á nýliðaári sínu sigraði hún á Jamie Farr Toledo Classic. Inbee Park landa Ryu hlaut Vare Trophy sem veitt er fyrir lægsta meðaltalsskorið á LPGA. Árið á LPGA hefir verið Park gott því hún hefir halað inn 2 Lesa meira
LPGA: Na Yeon Choi sigraði á CME Group Titleholders
Na Yeon Choi sigraði á lokamóti LPGA, CME Group Titleholders. Choi lék á samtals 14 undir pari, 274 höggum (67 68 68 70). Hún átti 2 högg á þá sem varð í 2. sæti nýliða LPGA árið 2012, löndu sína So Yeon Ryu. Fyrir sigurinn fékk hún sigurtékka upp á hálfa milljón bandaríkjadala (u.þ.b. 60 milljónir íslenskra króna), sem er annað hæsta verðlaunaféð á LPGA. Henni ætti ekki að verða skotaskuld að kaupa sér stórt hús í Orlandó, en hún er að kaupa sér eitt slíkt þessa dagana! Til þess að sjá viðtal við NY Choi eftir sigurinn SMELLIÐ HÉR: ….. en þar kom m.a. fram að mamma hennar hefði verið Lesa meira
Frægir kylfingar: Jane Seymour
Leikkonan Jane Seymour (sem heitir réttu nafni Joyce Penelope Wilhelmina Frankenberg) á eins og svo margar fallegar konur afmæli í febrúar, nánar tiltekið 15. febrúar 1951, sem þýðir að hún stefnir hraðbyri á 61. afmælisdaginn. Jane er fjórgift og á 4 börn: Katherine (1982) og Sean Flynn (1986) með eiginmanni nr. 3, David Flynn. Hún var 43 ára þegar hún reyndi aftur að eignast að eignast barn með eiginmanni nr. 4, James Keach og eftir 2 fósturlát eignaðist hún loks tvíburana Kris og John 1995, næstum 45 ára. Strákana sína nefndi hún eftir fjölskylduvinunum Christopher Reeves og Johnny Cash. Hún var Bond stúlkan árið 1973 í Bond-myndinni Live and Let Lesa meira
Sólskinstúrinn: Henrik Stenson sigraði á SA Open Championship
Sænski kylfingurinn Henrik Stenson er sigurvegari á SA Open Championship, sem er samstarfsverkefni Evrópumótaraðarinnar og Sólskinstúrsins suður-afríska. Spilað var á Serengeti golfvellinum í Suður-Afríku. Branden Grace lét m.a. hafa eftir sér að þetta væri mótið sem alla suður-afríska kylfinga dreymdi um að sigra á, enda næstelsta og eitt virtasta golfmót í heimi (fór af stað 1893); það elsta er Opna breska (1860). Þetta er fyrsti sigur Stenson í 5 ár á Evrópumótaröðinni og sá fyrsti síðan hann vann á PGA Tour fyrir 3 árum. Samtals lék Stenson á 17 undir pari, 271 höggi (66 65 69 71). Í 2. sæti varð heimamaðurinn George Coetzee, sem lenti í 2. sæti, 3 höggum á Lesa meira
Bestu par-3 brautir í heiminum (nr. 3 af 10)
Bestu par-3 holur heims eru þær skv. skilgreiningu hér sem sameina fallegt landslag og sérstakan erfiðleikastuðul, sem þarf að yfirstíga með getu eða góðri strategíu, þ.e.a.s. góðri leikáætlun. Allt þetta uppfyllir par-3 7. brautin á Pebble Beach Golf Links í Kaliforníu. Hún er líka sú par-3 holan, sem er sú mest ljósmyndaða í öllum heiminum og óteljandi listamenn hafa fest fegurðina á striga. Þetta er tiltölulega stutt hola og breytist ekkert á risamótum; aðeins 106 yarda eða m.ö.o. 97 metra. En… það er hrikaleg áskorun að hitta rennisleipa, frímerkisflötina með ekkert nema Kyrrahafið að baka til og tvær risasandglompur til beggja handa og ekkert til að stöðva bolta sem eru Lesa meira
Evróputúrinn: Miguel Ángel Jiménez sigraði á UBS Hong Kong Open
Spænski kylfingurinn Miguel Ángel Jiménez skrifaði sig í sögubækurnar en með sigri sínum á UBS Hong Kong Open í morgun, er hann varð elsti sigurvegari á Evróputúrnum. Hann er 48 ára, 10 mánaða og 13 daga gamall. Samtals lék Jiménez á 15 undir pari, 265 höggum (65 67 68 65). Lokahringur hans var einkar glæsilegur en hann skilaði „hreinu skorkorti“ með 5 fuglum og 13 pörum. „Þetta er mjög ljúft,“ sagði Jiménez m.a. þegar sigurinn lá fyrir. „Ég vona að þetta sé ekki sá síðasti (sigurinn).“ Í 2. sæti varð Svíinn Fredrik Anderson Hed og í því 3. Ástralinn Marcus Fraser. Skotinn Stephen Gallacher, ítalski táningurinn Matteo Manassero og Írinn Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Jill Briles-Hinton – 18. nóvember 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Jill Briles-Hinton. Jill er fædd 18. nóvember 1962 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Jill spilaði í bandaríska háskólagolfinu – var í liði University of Miami á árunum 1982-1986. Árið 1986 hlaut hún NCAA Academic All-America honors. Hún komst strax inn á LPGA, varð í 2. sæti á lokaúrtökumótinu 1986 og spilaði á LPGA í 10 ár þ.e. á árunum 1987-1998. Hún segir föður sinn ásamt Ed Oldfield hafa haft mest áhrif á golfferil sinn. Eftir að ferli hennar sem atvinnumanns lauk tók hún að sér stöðu golfþjálfara kvennaliðs University of Florida árið 1998. Árið 2010 var Jill ráðin þjálfari kvennaliðs Richmond eftir 12 ára farsælan Lesa meira










