Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 18. 2012 | 20:30

Frægir kylfingar: Jane Seymour

Leikkonan Jane Seymour (sem heitir réttu nafni Joyce Penelope Wilhelmina Frankenberg) á eins og svo margar fallegar konur afmæli í febrúar, nánar tiltekið 15. febrúar 1951, sem þýðir að hún stefnir hraðbyri á 61. afmælisdaginn. Jane er fjórgift og á 4 börn: Katherine (1982) og Sean Flynn (1986) með eiginmanni nr. 3, David Flynn. Hún var 43 ára þegar hún reyndi aftur að eignast að eignast barn með eiginmanni nr. 4, James Keach og eftir 2 fósturlát eignaðist hún loks tvíburana Kris og John 1995, næstum 45 ára.

Jane Seymour í Pro-Am móti í  Qatar Masters í Doha, Qatar.

Strákana sína nefndi hún eftir fjölskylduvinunum Christopher Reeves og Johnny Cash. Hún var Bond stúlkan árið 1973 í Bond-myndinni Live and Let Die og lék í sjónvarpsmyndaröðinni Dr. Quinn Medicine Woman. Af fjölmörgum hlutverkum, sem hún hefir leikið, var hún mjög eftirminnileg í hlutverki Marguerite St. Just í myndinni Rauða Akurliljan (ens.: Scarlett Pimpernel).

Jane býr í dag með manni sínum James Keach og tvíburunum í Kaliforníu þar sem þau eru félagar í Sherwood Country Club í Thousand Oaks, þar sem er Jack Nicklaus frábær golfvöllur.

Jane Seymour.

Helsta markmið Jane er að „breaka 90.” Hún segist ekki hafa skrifa niður skorið eftir hefðbundnum hætti þegar hún byrjaði í golfi þ.e. höggafjölda eða punkta – hún gaf sér einfaldlega stjörnu þegar hún sló gott högg og taldi stjörnurnar í lok hrings. Smám saman fór stjörnunum fjölgandi. Í spili sínu leggur hún mikla áherslu á að vippa og pútta vel. Hún sagði eitt sinn í viðtali: „Ef það væri ekki svona mikið um að vera í lífi mínu væri ég eflaust betri kylfingur.”