John Daly er litskrúðugur kylfingur.
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 19. 2012 | 09:30

Daly verður sektaður fyrir kylfukast

John Daly er nú að skandalisera eina ferðina enn. Hann var mjög ósáttur við spilamennsku sína á móti helgarinnar á Evrópumótaröðinni, UBS Hong Kong Open og kastaði pútter sínum upp í tré.

Jafnframt var Daly óánægður með áhorfendur sem voru eitthvað að pirra kappann með ljósmyndasmellum og farsímum, þegar hann þurfti að einbeita sér. Svo illa gekk að Daly komst ekki í gegnum niðurskurð.

„Um stund var þetta komið úr böndunum – alger hneisa” tvítaði Daly.

Mótsstjórinn, Mickael Ericsson, sagði að þetta með áhorfendurna yrði rannakað en það afsakaði ekki framferði Daly, sem yrði sektaður fyrir vikið.

John Daly mistókst því miður að tryggja sér fullan keppnisrétt á Evrópumótaröðinni á næsta keppnistímabili, en hann hefir þó enn takmarkaðan. Besti árangur hans á yfirstandandi keppnistímabili er T-4 árangur í Qatar Masters.

Heimild: Golf.com