Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 20. 2012 | 23:59

Afmæliskylfingur dagsins: Thidapa Suwannapura – 20. nóvember 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Thidapa Suwannapura. Suwannapura er fædd 20. nóvember 1992 og á því 20 ára afmæli í dag. Hún hefir þetta keppnistímabil spilað á LPGA, en sjá má nýlega kynningu Golf 1 á henni með því að SMELLA HÉR:  Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Bobby Locke, f. 20. nóvember 1917 – d. 9. mars 1987; Don January, 20. nóvember 1929 (83 ára);  Ásta Guðríður Guðmundsdóttir, 20. nóvember 1972 (40 ára stórafmæli – Innilega til hamingju með daginn!!!); Rahman Siddikur, 20. nóvember 1984 (28 ára) ….. og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 20. 2012 | 18:00

Butler National GC meinar konum að gerast félagsmenn eftir atkvæðagreiðslu

Þrátt fyrir framfarirnar á Augusta National í þá átt að heimila konum félagsaðild, þá er a.m.k. enn einn virðulegur golfklúbbur, sem enn heldur dyrum sínum luktum fyrir kvenkyns félagsmönnum: Butler National GC. Skv. Chicago Tribune var haldin atkvæðagreiðsla í Butler National Golf Club – fyrsta sinnar tegundar í klúbbnum – og það samþykkt með miklum meirihluta að engum konum skyldi hleypt sem félögum í klúbbinn. Það þurfti 75% atkvæða til þess að breyta ákvæðum í klúbbreglum um að konum yrði leyfð félagsaðild.  Aðeins 40% félagsmanna vildi heimila konum aðild. Butler National er í úthverfi Chicago og hefir lengi þótt líklegur til að verða fyrir valinu sem mótsstaður U.S. Open eða BMW Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 20. 2012 | 15:00

„Tveggja hanska“ Gainey sigraði á Pebble Beach Invitational

Tommy Gainey setti niður 3 feta fugl á 18. holu og spilaði lokahringinn á 3 undir pari, 69 höggum þegar hann sigraði s.l. sunnudag, Kirk Triplett og William McGirt á Pebble Beach Invitational. Gainey, sem nefnist „Tveggja hanska“ Gainey vegna svartra golfhanska sem hann er alltaf með á báðum höndum lauk keppni á samtals 11 undi pari, 277 höggum, þrátt fyrir að hafa verið 2 höggum á eftir forystumanni 3. hrings Robert Streg. „Ég horfði á skortöfluna og vissi að ég þarnaðist púttsins til þess að sigra,“ sagði Gainey, sem náði fyrsta sigri sínum á PGA Tour í síðasta mánuði þegar hann bar sigur úr býtum í McCladrey Classic með lokahring Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 20. 2012 | 14:30

Jamie Sadlowski skemmir golfhermi Golf Channel

Jamie Sadlowski, högglengsti kylfingur heims kom nýlega fram í þætti hjá Gary Williams þátttastjórnanda Morning Drive á Golf Channel golfsjónvarpsstöðinni bandarísku. Tilefnið var keppni þeirra Sadlowski og Williams en þeir ætluðu að reyna með sér hvort slægi lengra í golfherminum. Williams var búinn að vera nokkuð gífuryrtur um hæfni sína til að leggja Sadlowski í keppninni en…. keppnin tók snöggan endi. Sleggjan Sadlowski gerði sér nefnilega lítið fyrir og drævaði svo langt að golfhermirinn gaf upp öndina og golfkúlustórt gat kom á golfhermistjaldið!!! Svo mikill var krafturinn í högginu að boltinn endasentist í vegginn bakvið tjaldið og síðan tilbaka langt út í myndver!!! Sjón er sögu ríkari. Hér má sjá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 20. 2012 | 12:20

LPGA: CME Group gerir styrktarsamning við Brittany Lincicome

CME Group, aðalstyrktaðili lokamóts, LPGA CME Group Titleholders sem lauk 18. nóvember s.l. er að fjárfesta í LPGA, ekki viðburði, heldur einum leikmanna LPGA, þ.e. Brittany Lincicome, sem varð efst bandarískra kylfinga í mótinu þ.e. í 4. sæti. Forsvarsmenn fyrirtækjasamsteypunnar sögðust vilja auka skuldbindingu sína við kvennagolfið og tilkynntu um að styrktarsamningur hefði verið gerður við Brittany Lincicome. Samningsskilmálar voru ekki gefnir upp. Lincicome hefir sigrað 5 sinnum á LPGA ferli sínum og hefir unnið sér inn yfir $5 milljónir í verðlaunafé. Í fyrra tók hún þátt í 3. Solheim Cup keppni sinni f.h. Bandaríkjanna. „Að styrkja hvoru tveggja Brittany og LPGA… eykur útbreiðslu á vörumerki CME Group á alþjóðavísu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 20. 2012 | 11:30

Bestu par-3 brautir í heiminum (nr. 5 af 10) – Myndskeið af mávauppákomunni frægu á par-3 17. braut TPC Sawgrass

Sautjánda par-3 brautin á TPC Sawgrass, í Ponte Vedra, Flórída er einkennisbraut þessa, eins erfiðasta golfvallar heims, þar sem Players mótið fer fram á hverju ári og hún er meðal best þekktu par-3 brauta í heiminum.  Til marks um það er t.d. að NBC sjónvarpsstöðin er með 11 tökuvélar sem beinast að brautinni einni þegar Players mótið fer fram. Það sem er sérstakt er að slegið er á landfesta hálfeyju og „brautin“ í raun ekkert annað en hálfeyja, 24 metra löng flöt með sandglompu fyrir framan.  Hér er nákvæmni lykilatriðið, sem og góð lengdarstjórnun. Brautin var hönnuð 1980 af Pete og Alice Dye og er  132 yarda (121 metra) frá teig Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 20. 2012 | 09:15

TPC Sawgrass og St. Andrews Old Course í mestu uppáhaldi hjá íslenskum kylfingum af erlendum golfvöllum

Golf 1 hefir nú á því rúma ári sem það hefir verið starfandi tekið yfir 100 viðtöl við íslenska kylfinga, þar af hafa 80 birtst.  Meðal fjölmargra spurninga sem Golf 1 hefir lagt fyrir íslenska kylfinga er hver sé uppáhaldsgolfvöllurinn erlendis. Nú hefir Golf 1 unnið úr svörum þessara 80 kylfinga, sem hafa fengið viðtöl sín birt. smá könnun og þá kemur í ljós að golfvöllur „vöggu golfíþróttarinnar“ St. Andrews Old Course er ásamt TPC Sawgrass golfvellinum í Flórída í mestu uppáhaldi af því 80 íslenskra kylfinga úrtaki sem könnunin tók til. Af 80 kylfingum sem spurðir voru sögðu 8 (10%) að Old Course St. Andrews væri í mestu uppáhaldi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 20. 2012 | 07:30

Luke Donald hrósar Rory fyrir peningatitlana tvo

Luke Donald finnst ekki að afrek hans um að verða sá fyrsti til að vera í 1. sæti peningalistanna beggja vegna Atlantsála, þ.e. á Evrópumótaröðinni og PGA Tour komist í hálfkvisti við það sem Rory McIlroy hefir afrekað í ár. „Fyrir 12 mánuðum kom ég hingað (til Dubai) og var að reyna að verða á toppi peningalista Evrópumótaraðarinnar með Rory á hælunum og með miklu meiri spennu í kringum atburðinn,“ sagði Luke Donald eftir að hann kom til Dubai í gær. „En nú í ár er Rory þegar búinn að tryggja sér titilinn.“ „Það sem Rory hefir gert í ár fær það sem ég gerði í fyrra til þess að sýnast Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 19. 2012 | 19:00

Lee Westwood, Louis Oosthuizen, Charl Schwartzel og Darren Clarke flytja til Old Palm

Kylfingarnir hans Chubby Chandler hafa flutt sig um set á heitasta golfstaðinn þessa stundina, Old Palm. Lee Westwood, Louis Oosthuizen, Charl Schwartzel og Darren Clarke munu allir gera Old Palm að heimavelli sínum skv. fréttatilkynningu frá golfklúbbnum og International Sports Management (ISM). „Við erum spenntir að bjóða Lee, Louis, Charl og Darren velkomna á Old Palm,“ sagði Timothy Bright, varaforseti Clarion Partners, sem er rekstraraðili/eigandi Old Palm. „Þessi hópur kylfinga á sín milli  3 risamótssigra, 80 sigra um allan heim og þeir gætu í raunallir  valið sér að búa hvar sem er í heiminum. Að ISM sé að velja sér Old Palm sem samastað í Norður-Ameríku er gríðarlegur heiður.“ Chandler, stofnandif Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 19. 2012 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ingvi Rúnar Einarsson – 19. nóvember 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Ingvi Rúnar Einarsson. Hann er fæddur 19. nóvember 1937 og á því 75 ára stórafmæli í dag!!! Ingvi Rúnar er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og heldur úti samfélagssíðunni Kylfingar á Facebook. Ingvi Rúnar spilar mikið golf, gjarnan erlendis í golfferðum á ýmsum freistandi golfáfangastöðum og jafnt sumars sem um miðjan vetur á Íslandi. Eins er hann mjög góður púttari og hefir tekið þátt í mörgum púttmótum Golfklúbbsins Keilis, með góðum árangri. Ingvi Rúnar er kvæntur , á 3 börn og fjölda barnabarna. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan…. Ingvi Rúnar Einarsson (75 ára – Innilega Lesa meira