
Bestu par-3 brautir í heiminum (nr. 4 af 10)
Þrjár bestu sem af er bara í Bandaríkjunum? … og þær allar á linksurum í Kaliforníu? Við höldum okkur um stund enn við Bandaríkin en svissum nú yfir í einn frægasta skógarvöll heims og yfir í annað ríki…. golfvöll Augusta National Golf Club í Georgíu, sem er mótsstaður the Masters risamótsins í aprílmánuði hvers árs.
Á Augusta National eru allar fjórar par-3 brautir vallarins frægar og í heimsklassa…. en sú frægasta er „Golden Bell“ par-3 12. brautin í hinum fræga 3 brauta Amen Corner.
Tólfta brautin (Golden Bell) er 155 yardar (142 metrar). Hún er líklega þekktasta par-3 brautin í öllu golfi. Skotmarkið er mjög þröngt, hin fræga á, Rae Creek fyrir framan, vandræði, þ.e. sandglompur að aftan. Á þessari braut hafa skorin verið æði misjöfn á the Masters, allt frá ásum til 13 högga Tom Weiskopf árið 1980. Hér er kylfuvalið erfitt. Sé slegið of langt eru vandræðin sandglompurnar, sem enginn vill vera í því stöngin,er oftar en ekki er höfð nálægt Rae Creek og flötin hallar öll niður á við í átt að ánni.
Hinar par-3 brautir Augusta National gætu hæglega allar verið á lista yfir 10 bestu par-3 brautir heims. Gullna bjallan er einfaldlega frægust – í gullfallegu umhverfi eins og hinar, sem eru:
4. brautin (Flowering Crab Apple), 240 yardar, (201 metri) af öftustu teigum – Öftusttu teigarnir eru ekki alltaf notaðir en þessi braut hreinasta kvikindi, þar sem flötin hallar öll að aftan og fram. Jeff Sluman náði ás á brautinni fyrir 20 árum síðan (1992) og er hann sá eini til þess að hafa náð ás á brautinni í allri sögu the Masters.
6. brautin (Juniper), 180 yardar, (165 metrar): Slegið er af upphækkuðum teig á gríðarstóra flöt með miklum halla. Chris DiMarco sló 4. ásinn sem náðst hefir á brautinni í the Masters, ofan í, árið 2004.
16. brautin (Redbud), 170 yardar (156 metrar). Hér er spilað yfir vatn og á flöt sem hallar skarpt frá vinstri til hægri, en þessi braut mun ávallt tengjast chippi Tiger Woods, 2005, þegar hann vann Chris DiMarco. Eftirlíking af brautinni er að finna í par-3, 3. brautinni hér á landi á Garðavelli uppi á Skaga og prýðir m.a. forsíðu Golf1.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024