Sólskinstúrinn: Henrik Stenson sigraði á SA Open Championship
Sænski kylfingurinn Henrik Stenson er sigurvegari á SA Open Championship, sem er samstarfsverkefni Evrópumótaraðarinnar og Sólskinstúrsins suður-afríska. Spilað var á Serengeti golfvellinum í Suður-Afríku. Branden Grace lét m.a. hafa eftir sér að þetta væri mótið sem alla suður-afríska kylfinga dreymdi um að sigra á, enda næstelsta og eitt virtasta golfmót í heimi (fór af stað 1893); það elsta er Opna breska (1860).
Þetta er fyrsti sigur Stenson í 5 ár á Evrópumótaröðinni og sá fyrsti síðan hann vann á PGA Tour fyrir 3 árum.
Samtals lék Stenson á 17 undir pari, 271 höggi (66 65 69 71). Í 2. sæti varð heimamaðurinn George Coetzee, sem lenti í 2. sæti, 3 höggum á eftir Stenson og hlýtur hann keppnisrétt á DP World Tour Championship mótið í Dubai, sem hefst nk. fimmtudaginn.
Stenson sagðist ánægður með ferð sína til Suður-Afríku og sagði aðalástæðuna fyrir komu sinni vera að hann hafi verið kominn í 59. sætið á peningalista Evrópumótaraðarinnar og hafi því þurft að spila vel.
Þriðja sætinu deildu Thomas Aiken frá Suður-Afríku og þýski kylfingurinn Martin Kaymer en báðir voru þeir á 13 undir pari, 275 höggum hvor; Aiken (73 66 69 67) og Kaymer (70 70 68 67).
Í 5. sæti var svo enn annar heimamaður, sem miklar vonir voru bundnar við risamótssigurvegarinn Charl Schwartzel á 11 undir pari, 277 höggum (68 68 74 67).
Til þess að sjá úrslitin í heild á SA Open Championship SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024