Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 19. 2012 | 08:00

Adam Scott slakar á eftir sigurinn á Opna ástralska

Það er hreinlega ekki annað hægt en að birta þessa mynd af kynþokkafyllsta karlkylfingi allra tíma og nú sigurvegara Talisker Australian Open að slaka á, á ástralskri strönd, eða réttar sagt sjónum við hana eftir sigurinn í gær.

Það er svo innilega afslappandi að fara í sjóinn eftir sigur! Bara að hákarlar hafi nú ekki bitið  í uppáhaldskylfing margra!

Scott er í alveg jafn kynþokkafullum sundstuttbuxum frá Aquascootum, fatalínu sinni enda er hann sjálfur ein besta auglýsing fyrir vörumerki sitt.

En milljarða krónu spurningin er: Hvað skyldi Scott vera að hugsa um?