Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 19. 2012 | 07:41

LPGA: So Yeon Ryu hlaut Rolex LPGA nýliðaverðlaunin og Inbee Park Vare Trophy

So Yeon Ryu frá Suður-Kóreu hlaut Rolex nýliða verðlaun LPGA mótaraðarinnar.

Hún á þegar að baki tvenn verðlaun á LPGA þrátt fyrir að vera nýliði í ár.  Þessi fallegi kóreanski kylfingur var enn á kóreönsku LPGA þegar hún sigraði á US Open kvenrisamótinu 2011 var 1 höggi á eftir löndu sinni Hee Kyung Seo  á lokaholunni en knúði fram umspil, sem hún vann síðan á 3. holu þegar hún fékk fugl. Í ár á nýliðaári sínu sigraði hún á Jamie Farr Toledo Classic.

Inbee Park með Vare Trophy

Inbee Park landa Ryu hlaut Vare Trophy sem veitt er fyrir lægsta meðaltalsskorið á LPGA. Árið á LPGA hefir verið Park gott því hún hefir halað inn 2 sigra í ár; þ.e. á Evian Masters og Sime Darby mótinu. Hún er 4. kylfingurinn frá Suður-Kóreu sem vinnur þennan titil en hinar eru Se Ri Pak (2003), Grace Park (2004) og Na Yeon Choi (2010).