Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 18. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jill Briles-Hinton – 18. nóvember 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Jill Briles-Hinton. Jill er fædd 18. nóvember 1962 og á því 50 ára stórafmæli í dag.  Jill spilaði í bandaríska háskólagolfinu – var í liði University of Miami á árunum 1982-1986. Árið 1986 hlaut hún NCAA Academic All-America honors.  Hún komst strax inn á LPGA, varð í 2. sæti á lokaúrtökumótinu 1986 og spilaði á LPGA í 10 ár þ.e. á árunum 1987-1998. Hún segir föður sinn ásamt Ed Oldfield hafa haft mest áhrif á golfferil sinn. Eftir að ferli hennar sem atvinnumanns lauk tók hún að sér stöðu golfþjálfara kvennaliðs University of Florida árið 1998.

Árið 2010 var Jill ráðin þjálfari kvennaliðs Richmond eftir 12 ára farsælan feril sem þjálfari kvennaliðs University of Florida. Af því tilefni var eftirfarandi myndskeið gert, sem sjá má með því að SMELLA HÉR: 

Jill giftist Bob Hinton 24. nóvember 1990 og hún eignaðist fyrsta barn sitt Robert Jack (Bert) Hinton, Jr., þann 6. ágúst 1996.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Marga Stubblefield, 18. nóvember 1951 (61 árs) ….. og …..

Josef Olasson (51 árs)

Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is