Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 28. 2012 | 09:00

NGA: Alexander Gylfason lauk 1. degi á Southern Dunes mótinu

Í gær hófst í Haines City á Southern Dunes Golf & CC 5. mótið á NGA Pro Golf Tour – Bridgestone Winter Series.  Þátttakendur eru 108. Mótið stendur dagana 27.-29. nóvember og skorið er niður eftir daginn í dag og aðeins 36 efstu og þeir sem jafnir eru í 36. sætinu fá að spila lokahringinn til fjár. Meðal þáttakenda er Alexander Gylfason. Alexander spilaði fyrsta hringinn á 9 yfir pari, 81 höggi; fékk 2 fugla, 10 pör, 2 skolla en því miður líka 4 skramba. Í efsta sæti eftir 1. dag eru Bandaríkjamennirnir Philip Choi „heimamaður frá Orlando, Flórída“ og Evan Harmeling frá Massachusetts,  á 6 undir pari, 66 höggum. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 28. 2012 | 08:45

Nökkvi T-27 eftir fyrri dag Leesburg Open

Nökkvi Gunnarsson, NK, tekur nú þátt í 3. móti  Florida Professional Golf  Tour, Leesburg Open og er að þessu sinni spilað á golfvelli Arlington Ridge golfklúbbsins. Þátttakendur eru 42 og eru skor frekar lág, sá efsti eftir 1. hring, „heimamaðurinn“ Roger Rowland var á 9 undir pari, 61 höggi. Nökkvi er T-27 þ.e. deilir 27. sætinu ásamt 5 öðrum eftir ágætis skor upp á 3 yfir pari, 73 högg á fyrri degi mótsins. Golf 1 óskar Nökkva góðs gengis í dag! Til þess að sjá stöðuna á Leesburg Open eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 28. 2012 | 07:45

GA: Jaðarsvallar getið í upptalningu á 10 fallegum, einstökum og ógleymanlegum golfvöllum á bandarískri vefsíðu

Á vefsíðu golfskólans Paradise Golf Academy í Flórída voru nú í ágúst s.l. settir saman á lista þeir 10 golfvellir sem þykja fallegir, einstakir og ógleymanlegir. Það er virkilega gaman að sjá að þeir í Flórída, þar sem eru yfir 1250 golfvellir, langflestir í einu ríki í Bandaríkjunum, skuli koma auga á það sem við hér á Íslandi höfum vitað lengi, að Jaðarsvöllur á Akureyri er meðal allra fallegustu, einstökustu  og ógleymanlegustu golfvöllum! Meðal hinna 9 golfvallanna, sem nefndir eru ásamt Jaðarsvelli eru: Monument golfvöllurinn í Boyne Mountain í Michigan, en þar er sérhver hola á 18 holu golfvellinum nefnd eftir þekktum kylfingi. Eins er m.a. nefndur golfvöllurinn í Seguin Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 27. 2012 | 19:00

Golf á Íslandi – jólagjöf kylfingsins í ár!!!

Út er komið glæsilegt ritverk: Golf á Íslandi, í tilefni 70 ára afmæli Golfsambands Íslands í ár. Fyrstu eintökin voru afhent á blaðamannafundi GSÍ í dag, en viðstaddir athöfnina voru m.a. höfundarnir Steinar J. Lúðvíksson og Gullveig Sæmundsdóttir, ásamt myndritstjóra verksins Frosta B. Eiðssyni. Golf á Íslandi er 800 blaðsíðna og það prýða um 1000  myndir. Margir hafa komið við sögu í jafnviðamiklu verki sem Golf á Íslandi er og voru þeim afhent fyrstu eintökin. Þeirra á meðal eru: Friðþjófur Helgason, Gunnar Bragason, Helga Daníelsdóttir, Júlíus Rafnsson, Lucinda Grímsdóttir, Ólafur Bjarki Ragnarsson, Ragnar Ólafsson, Sveinn Snorrason og Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari. Golf 1 var á staðnum og smellti af nokkrum myndum. Nánar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 27. 2012 | 14:00

Hættulegustu golfvellir heims (2. grein af 10)

The Louisiana State Penitentiary er stærsta háöryggis-fangelsið í Bandaríkjunum.  Það gengur líka undir nöfnunum „Alcatraz of the South“ eða bara „The Farm“. Þar eru vinnubúðir en líka er þar rekið útvarp og sjónvarpsstöð. Ofan á allt saman er 9 holu golfvöllur á lóð fangelsisins, ásamt fullkomnu æfingasvæði og klúbbhúsi og er almenningi heimill aðgangur fyrir greiðslu vallargjalds upp á $10 (u.þ.b. 1230 íslenskar krónur), sem þykja fremur lág vallargjöld í Bandaríkjunum. Völlurinn er 6000 yarda (u.þ.b. 5.500 metra),  par-72 – 9 holu eins og áður segir en með tvær teigastaðsetningar. Þeim föngum sem sýna af sér góða hegðun er heimilað að vinna við golfvöllinn, þar hljóta þeir kennslu í mismunandi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 27. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Stephanie Kono – 27. nóvember 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Stephanie Kono. Hún er fædd 27. nóvember 1989 og því 23 ára í dag. Hún er ein af nýju stúlkunum á LPGA í ár.  Golf 1 var með kynningu á henni sem sjá má með því að SMELLA HÉR:  Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Hisayuki Sasaki, 27. nóvember 1964 (48 ára);  Danielle Ammaccapane  27. nóvember 1965 (47 ára);  Adrienne Bernadet, 27. nóvember 1984 (28 ára);  Stephanie Kono, 27. nóvember 1989 (23 ára) …… og …… Ferðafélag Siglufjarðar (85 ára) Ragnheidur Arngrímsdóttir Þráinn Bj Farestveit (48 ára) Helgi Steinar Johannsson Helmut Müller (39 ára) Neglur Og Fegurð Eva (28 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 27. 2012 | 10:10

PGA: Högg ársins nr. 10 – frábær fugl Phil Mickelson – nr. 9 æðislegt aðhögg Rickie Fowler – myndskeið

PGA Tour velur í lok ár hvers bestu höggin á  mótaröðinni á því ári sem er að líða.  Nú er aftur komið að þeim tíma ársins þar sem höggin góðu eru rifjuð upp. Nr. 10 er fugl Phil Mickelson, sem hann fékk á 2. hring HP Byron Nelson mótsins.  Nr. 9 er frábært aðhögg Rickie Fowler á Wells Fargo mótinu, fyrsta mótinu sem Rickie vann á PGA mótaröðinni. Til þess að sjá frábæran fugl Phil Mickelson SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá aðhögg Rickie Fowler á Wells Fargo mótinu  SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 27. 2012 | 10:00

Tekst Lee Westwood að heilla áhorfendur í titilvörn sinni á Thailand Golf Championship í næsta mánuði?

Tekst Lee Westewood að heilla áhorfendur upp úr skónum þegar hann hefur titilvörn sína á Thailand Golf Championship, móti á Asíutúrnum, nú í næsta mánuði – nánar titltekið 6.-9. desember n.k.? Á síðasta ári var hann að daðra við skor upp á 59 í mótinu og eitt er víst að nr. 6 í heiminum myndi gjarnan þiggja svipuð skor á mótinu. Lee var svo til búinn að tryggja sér sigur í mótinu í fyrra, þó hann hefði aðeins spilað 2 hringi í Amata Spring Country Club s.l. desember, með hringjum upp á 60 og 64 en þar jafnaði hann 20 undir par met Asíutúrsins á 36 holum og var með Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 27. 2012 | 09:00

Nafn til að leggja á minnið: Jake Higginbottom

Ástralski táningurinn Jake Higginbottom hefir ákveðið að gerast atvinnumaður eftir sigur sinn á New Zealand Open s.l. sunnudag. Vert er að leggja nafn þessa drengs á minnið, en honum er spáð miklum frama í golfíþróttinni. Higginbottom, 19 ára, vann mótið sem haldið var í  Clearwater golfklúbbnum, sem er rétt fyrir utan  Christchurch á Nýja-Sjálandi með 1 höggi, og lauk kepni á 5 undir pari, 67 höggum og varð þar með fyrsti áhugamaðurinn til þess að sigra í mótinu allt frá því landa hans Harry Berwick  tókst það árið 1956. Með sigrinum hlýtur  Higginbottom 2 ára undanþágu til þess að keppa á  OneAsia og Ástralasíu PGA túrunum, og sigurinn tryggir honum jafnframt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 27. 2012 | 08:00

Dave Pelz segir að 2013 gæti orðið besta ár Phil Mickelson

Phil Mickelson verður 43 ára á næsta ári en þjálfari hans í stutta spilinu, Dave Pelz, segir að Mickelson gæti átt besta ár ferils síns enn framundan. Við kynningu á bók sinni „Dave Pelz´s Putting Games,“ sagði Pelz að Mickelson væri að slá boltann betur en nokkru sinni árið 2012 og það væri bara púttin sem héldu aftur af honum. „Í ár hafið þið e.t.v. tekið eftir að  [Mickelson] var að gera tilraunir með púttin sín. Hann hefir verið að gera þetta vegna þess að stutta spilið hans er það besta í heimi og það er það besta hingað til og drævin hans eru betri en þau hafa verið. Þau eru Lesa meira