
Nafn til að leggja á minnið: Jake Higginbottom
Ástralski táningurinn Jake Higginbottom hefir ákveðið að gerast atvinnumaður eftir sigur sinn á New Zealand Open s.l. sunnudag. Vert er að leggja nafn þessa drengs á minnið, en honum er spáð miklum frama í golfíþróttinni.
Higginbottom, 19 ára, vann mótið sem haldið var í Clearwater golfklúbbnum, sem er rétt fyrir utan Christchurch á Nýja-Sjálandi með 1 höggi, og lauk kepni á 5 undir pari, 67 höggum og varð þar með fyrsti áhugamaðurinn til þess að sigra í mótinu allt frá því landa hans Harry Berwick tókst það árið 1956.
Með sigrinum hlýtur Higginbottom 2 ára undanþágu til þess að keppa á OneAsia og Ástralasíu PGA túrunum, og sigurinn tryggir honum jafnframt þátttökurétt á 2. stigi úrtökumóta bæði fyrir bandaríska PGA og Evróputúrana árið 2013.
„Ég hef rætt um þetta við lið mitt og við erum öll ánægð með framfarirnar,“ sagði hann. „Mér finst að þetta sé rétti tíminn nú (til að gerast atvinnumaður) þar sem ég hef alla þessa möguleika til þess að spila meðal atvinnumannanna. Það er spennandi og ég hlakka til að hefja feril minn sem atvinnumanns. Mig langar til þess að þakka Golf Australia og háklassa starfsmönnum þeirra allan stuðninginn s.l. ár og ég vil líka þakka Golf NSW og Jack Newton Junior Golf fyrir stuðning þeirra og hjálp við þróun mína sem kylfingsins.“
Fyrsta mót Higginbottom sem atvinnumanns mun verða NSW PGA Championship, sem fer fram í þessari viku og svo tekur hann þátt ásamt öðrum öllu frægari golfstjörnum þátt í Australian Open og Australian PGA Championship seinna á þessu ári.
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore
- mars. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2023
- mars. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Vincent Tshabalala og Guðný Ævarsdóttir – 16. mars 2023
- mars. 15. 2023 | 18:00 Evróputúrinn: Jorge Campillo sigraði á Magical Kenya Open