Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 27. 2012 | 14:00

Hættulegustu golfvellir heims (2. grein af 10)

The Louisiana State Penitentiary er stærsta háöryggis-fangelsið í Bandaríkjunum.  Það gengur líka undir nöfnunum „Alcatraz of the South“ eða bara „The Farm“.

Frá 9 holu golfvellinum í Tunica-hæðum, þar sem mikið er um snáka og eitt vatnanna þar sem mikið er um krókódíla. Fangar eru síðan látnir sjá um viðhald á 9 holu Louisiana State fangelsis- golfvellinum en fá ekki að spila.

Þar eru vinnubúðir en líka er þar rekið útvarp og sjónvarpsstöð.

Ofan á allt saman er 9 holu golfvöllur á lóð fangelsisins, ásamt fullkomnu æfingasvæði og klúbbhúsi og er almenningi heimill aðgangur fyrir greiðslu vallargjalds upp á $10 (u.þ.b. 1230 íslenskar krónur), sem þykja fremur lág vallargjöld í Bandaríkjunum.

Völlurinn er 6000 yarda (u.þ.b. 5.500 metra),  par-72 – 9 holu eins og áður segir en með tvær teigastaðsetningar.

Þeim föngum sem sýna af sér góða hegðun er heimilað að vinna við golfvöllinn, þar hljóta þeir kennslu í mismunandi tegundum grasfræja og áburði og hvernig eigi almennt séð að sjá um viðhald golfvallar. Það kann að virka sem aukarefsing að þeim er ekki heimilað að spila á vellinum.

Hins vegar eru flestir þeirra 5000 fanga, sem geymdir eru í fangelsinu þar fyrir lífstíð og golfvöllurinn virkar á flesta sem hvatning til þess að sýna góða hegðun. Vinnan á vellinum færir þeim það næsta, sem þeir komast frelsi.

Golf Channel tók m.a. viðtal við einn fangann, sem afplánar lífstíðardóm fyrir að drepa eiginkonu sína.  Sá fangi sagðist afar stoltur af því að hafa tekið þátt í að leggja völlinn á sínum tíma og þáttar síns í viðhaldi á vellinum.

Athuga ber að ef ætlunin er að spila þennan völl þá verður að gera ráð fyrir 48 klst. til þess að fangelsisyfirvöld geti kannað bakgrunn viðkomandi kylfings en það er skyldutékk áður en hægt er að bóka tíma. Völlurinn er á lóð fangelsisins þannig að það verður að gefa heimild á líkamsleit og leit í bíl. Best er að skilja eftir heima byssur og áfengi (þar sem það er snarast tekið af kylfingum og gæti orðið til þess að heimild til að spila völlinn verði felld niður).

Völlurinn er staðsettur í Tunica hæðum, þar sem mikið er um snáka og í vötnum á golfvellinum eru krókódílar.

Þegar spilað er á þessum velli verður að gera ráð fyrir að leik gæti þurft að stöðva vegna fanguppreisnar eða einhvers sem er að strjúka.

Þetta er eini golfvöllurinn innan fangelsismúra í Bandaríkjunum og þótt víða væri leitað.