
Dave Pelz segir að 2013 gæti orðið besta ár Phil Mickelson
Phil Mickelson verður 43 ára á næsta ári en þjálfari hans í stutta spilinu, Dave Pelz, segir að Mickelson gæti átt besta ár ferils síns enn framundan.
Við kynningu á bók sinni „Dave Pelz´s Putting Games,“ sagði Pelz að Mickelson væri að slá boltann betur en nokkru sinni árið 2012 og það væri bara púttin sem héldu aftur af honum.
„Í ár hafið þið e.t.v. tekið eftir að [Mickelson] var að gera tilraunir með púttin sín. Hann hefir verið að gera þetta vegna þess að stutta spilið hans er það besta í heimi og það er það besta hingað til og drævin hans eru betri en þau hafa verið. Þau eru ekki þau bestu í heiminum enn, en þau eru mjög löng og ágætlega bein. Þannig að slátturinn er eins góður og hann hefir nokkru sinni verið og stutta spilið er það besta hingað til. En púttin voru bara ekki að gera sig í ár. Eitt sinn var hann að spila við Keegan Bradley og Brendan Steele og hann sló boltann betur en báðir þeirra í 36 holur, en þeir rúlluðu engu síður yfir hann. Hann reiddist við það og byrjaði að fikta við maga pútterinn og löngu pútterana og gera tilraunir til að sjá hvort hann gæti fundið leið til þess að bæta púttin og fá þau á það stig sem aðrir þættir leiks hans eru á. Ef hann nær þeim (púttunum) á strik og púttar betur en hann hefir nokkru sinni gert þá mun hann eiga besta ár ferils síns. „
- janúar. 28. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (4/2023)
- janúar. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2023
- janúar. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bjarni Benediktsson – 26. janúar 2023
- janúar. 25. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sjöfn Har, Heimir Hjartarson, Svandís Thorvalds og Brynja Sigurðardóttir – 25. janúar 2023
- janúar. 24. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingunn Einarsdóttir – 24. janúar 2023
- janúar. 23. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Yani Tseng ———– 23. janúar 2023
- janúar. 23. 2023 | 06:00 PGA: Xander Schauffele með fyrsta albatrossinn á ferlinum á AmEx Open
- janúar. 23. 2023 | 05:15 Hvað var í sigurpoka Brooke Henderson?
- janúar. 23. 2023 | 05:00 PGA: Rahm rúllaði upp AmEx Open
- janúar. 22. 2023 | 22:40 Champions: Stricker sigraði í Hawaii
- janúar. 22. 2023 | 22:30 LPGA: Sigur Brooke Henderson öruggur á Hilton Grand Vacations TOC!!!
- janúar. 22. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Sigurbjörn Sigfússon og Unnur Ólöf Halldórsdóttir – 22. janúar 2023
- janúar. 22. 2023 | 14:45 Evróputúrinn: Victor Perez sigraði á Abu Dhabi HSBC meistaramótinu
- janúar. 21. 2023 | 23:59 LPGA: Brooke Henderson leiðir á Hilton Grand Vacations TOC f. lokahringinn
- janúar. 21. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (3/2023)