GL: Aðalfundur fer fram kl. 19:30 í Golfskálanum
Aðalfundur Golfklúbbsins Leynis á Akranesi fer fram í dag kl. 19:30 í Golfskálanum á Akranesi. Hefðbundin aðalfundarstörf skv. 8. gr. laga Golfklúbbsins Leynis.
Tár trúðsins – Christina Kim þunglynd (4. grein af 8)
Hér verður haldið áfram með lauslega þýðingu á ágætis grein Stinu Sternberg hjá Golf Digest Women, en þar er til umfjöllunar þunglyndi meðal toppklassa kylfinga og viðtal við Christinu Kim, sem nýlega greindist með þunglyndi. Það kemur eflaust mörgum á óvart að hin hressa Christina Kim, sem alltaf geislar af, skuli vera þunglynd. Það sýnir einfaldlega að allir geta orðið þunglyndir. Hér fer 4. hluti greinarinnar: „Á síðasta vori, talaði LPGA leikmaðurinn Lindsey Wright frá Ástralíu opinberlega um 4 ára baráttu sína við þunglyndi. Wright líkt og Daly telur sjálfa sig heilbrigðari nú en nokkru sinni, þökk sé meðferðinni sem hún hlaut hjá geðlækni. „Geðveiki er ekki eitthvað sem unnið er Lesa meira
Afmæliskylfingur: Chris Wood – 26. nóvember 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Christopher James Wood (alltaf kallaður Chris). Hann er fæddur 26. nóvember 1987 í Bristol, Englandi og er því kvart úr öld í dag!!! Chris var í Golden Valley Primary School í Nailsea frá 4-11 ára aldurs, áður en hann byrjaði í Backwell skólanum. Hann byrjaði í golfi mjög ungur, en hafði á þeim tíma alveg jafnmikinn áhuga á fótbolta og stefndi alltaf á að spila með Bristol City Football Club. Hann var félagi í the Long Ashton Golf Club nálægt Bristol 9 ára gamall og við 12 ára aldurinn var forgjöf hans orðin eins-stafs. Chris Wood sigraði English Amateur Order of Merit árin 2007 og 2008. Hann gerðist atvinnumaður Lesa meira
Heimslistinn: Justin Rose kominn í 4. sæti – hefir aldrei náð svona hátt
Justin Rose stóð sig stórglæsilega í gær á lokahring Dubai World Tour Championship, setti nýtt, flott vallarmet: 62 högg, sem hann á einn og náði 2. sætinu í þessu lokamóti Evrópumótaraðarinnar. Það hafði svo sannarlega áhrif á stöðu Rose á heimslistanum því hann fer upp um heil 3 sæti á topp 10, sem gerist ekki alla daga: þ.e. fer úr 7. sætinu í 4. sætið!!!! Rory McIlroy tryggir sig svo um munar í 1. sætinu og situr sem fastast þar – nú munar 4,32 stigum á honum og Luke Donald, sem nefþjáður varð T-3 á mótinu í Dubai. Adam Scott heldur 5. sæti sínu á heimslistanum, en Lee Westwood er Lesa meira
GSG: Hafþór Barði Birgisson sigraði á Nettó mótaröðinni
Nú í haust hefir farið fram Nettó-mótaröðin á Kirkjubólsvelli þeirra Sandgerðinga. Alls voru um 138 kylfingar sem þátt tóku í mótinu. Alls fóru fram 6 mót í mótaröðinni og giltu 4 bestu skor af 6. Auk þess voru veitt sérstök verðlaun að loknu hverju móti. Sigurvegari Nettó-mótaraðarinnar 2012 varð Hafþór Barði Birgisson, GSG, á samanlögðum 148 punktum. Þeir sem voru í efstu 10 sætunum voru eftirfarandi: 1.sæti Hafþór Barði Birgisson 148 punktar. 2.-3. sæti Annel Jón Þorkelsson 145 punktar. 2.-3. sæti Halldór Rúnar Þorkelsson 145 punktar. 4. sæti Þór Ríkharðsson 144 punktar. 5. sæti Einar S Guðmundsson 142 punktar. 6. sæti Erlingur Jónsson 141 punktar. 7. sæti Daníel Einarsson 140 Lesa meira
Luke Donald á leið í nefaðgerð
Nr. 2 á heimslistanum, Luke Donald, segist hafa þjáðst í nefi í lengri tíma og segir að það hafi haft áhrif á spil hans seinni 2 hringina í Dubai nú um helgina þegar hann varð T-3 á Dubai World Tour Championship. Fyrir lokahringinn voru þeir Rory jafnir, en Rory vann síðan mótið s.s. allir vita með 5 högga mun. Hinn 34 ára gamli Luke Donald sagði vegna nefaðgerðarinnar sem yfirvofandi er: „Ennisholurnar á mér eru stíflaðar og í hvert sinn sem að ég fæ svolítið kvef fæ ég sýkingu í þær. „Vonandi kemst þetta í lag með skurðaðgerðinni. Þetta er fljótleg og auðveld aðgerð.“ „Ég vil ekki afsaka neitt en síðustu Lesa meira
NÝTT: Hættulegustu golfvellir heims (1. grein af 10)
Á Camp Bonifas í Panmunjom, í Suður-Kóreu er einnar holu par-3 „golfvöllur“, sem er á þeim landamærum heims þar sem vígbúnaður á báðar hliðar er hvað mestur. Í Camp Bonifas eru höfuðstöðvar Sameinuðu Þjóðanna, 400 metra suður af vopnlausu svæði, DMZ (skammst. fyrir Demilitarized Zone), sem myndar eins konar stuðpúða milli Norður- og Suður-Kóreu. Við þessa 192 yarda (175 metra) holu (af öftustu teigum) er 18 feta öryggisgirðing og jarðsprengjur sem geta sprungið fari eitthvert höggið af leið. Reyndar er varað við þessari hættu á golfvellinum, en á skilti við golfvöllinn stendur: „“Danger. Do not retrieve balls from the rough. Live mine fields.“ (sem útleggst eitthvað á þessa leið á Lesa meira
Ólögmæt meðferð fundins fjár – notaði fundið golfsett sem sitt eigið
Dómar fyrir íslenskum dómstólum, þar sem eitthvað tengdu golfi kemur við sögu eru ekki algengir hér á landi, en þeim hefir fjölgað undanfarin ár; einkum í ljósi þess að stuldir á golfsettum og verðmætum tækjum, sem notuð eru í tengslum við iðkun golfíþróttarinnar, s.s. lengdarmælum hefir farið fjölgandi. Hér skal rifjaður upp einn dómur sem gekk fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra að vori 2005. Ákærði þar var karlmaður sem „fann“ golfsett við 9 holu golfvöllinn á Þverá í Eyjarfjarðarsveit. Hann var ekkert að athuga um hugsanlega eigendur að settinu, heldur fór með það sem sitt eigið. Þetta kallast á lagamáli ólögmæt meðferð fundins fjár, sem er refsiverð. Enda var sá er Lesa meira
Evróputúrinn: Nokkrar staðreyndir um sigur Rory McIlroy á Dubai World Tour Championship
Hér verða taldar upp nokkrar staðreyndir um hvað sigur Rory McIlroy á Dubai World Tour Classic inniber….. fyrir utan að Caroline Wozniacki, kæresta hans fær eflaust eitthvað virkilega fallegt í jólagjöf 🙂 : • Þetta er 5. alþjóðlegi sigur hans á Evróputúrnum í 115 mótum, sem hann hefir tekið þátt í. • Með sigrinum setti Rory nýtt met í upphæð verðlaunafjár á einu keppnistímabili en hann vann sér inn €5,519,117 (u.þ.b. 899 milljónir íslenskra króna. Þetta slær við fyrra meti Luke Donald frá því í fyrra, 2011 um €5,323,400 (u.þ.b. 868 milljónir íslenskra króna). • Þetta er 2. titill hans á Evróputúrnum, eftir að hann vann PGA Championship Lesa meira
Tár trúðsins: – Christina Kim þunglynd (3. grein af 8)
Skv. Geðheilbrigðisstofnun Bandaríkjanna (ens. National Institute of Mental Health) þjást, 14.8 milljónir fullorðinna Bandaríkjamanna þ.e. 6.7% af bandarísku þjóðinni af þunglyndi og yfir 30,000 Bandaríkjamenn fremja sjálfsmorð á hverju ári. „Þetta er útbreiddur sjúkdómur alveg á borð við hjarta- og kransæðasjúkdóma eða sykursýki,“ segir Dr. Michael Lardon, geðlæknir í San Diego, sem sérhæfir sig í að vinna með íþróttamönnum og hefir verið með leikmenn mótaraðanna í golfi í meðferð, þ.á.m. 6 risamótsmeistara, í 21 ár. (Þetta er fyrsta árið hans, sem hann er ekki með sjúklinga á LPGA, en hann er sem stendur með 10 sjúklinga af PGA og Web.com mótaröðunum. „Því miður grasserar þessi sjúkdómur í myrkri leyndarinnar sem Lesa meira








