
Golf á Íslandi – jólagjöf kylfingsins í ár!!!
Út er komið glæsilegt ritverk: Golf á Íslandi, í tilefni 70 ára afmæli Golfsambands Íslands í ár. Fyrstu eintökin voru afhent á blaðamannafundi GSÍ í dag, en viðstaddir athöfnina voru m.a. höfundarnir Steinar J. Lúðvíksson og Gullveig Sæmundsdóttir, ásamt myndritstjóra verksins Frosta B. Eiðssyni.
Golf á Íslandi er 800 blaðsíðna og það prýða um 1000 myndir. Margir hafa komið við sögu í jafnviðamiklu verki sem Golf á Íslandi er og voru þeim afhent fyrstu eintökin. Þeirra á meðal eru: Friðþjófur Helgason, Gunnar Bragason, Helga Daníelsdóttir, Júlíus Rafnsson, Lucinda Grímsdóttir, Ólafur Bjarki Ragnarsson, Ragnar Ólafsson, Sveinn Snorrason og Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari.
Golf 1 var á staðnum og smellti af nokkrum myndum. Nánar verður fjallað um ritverkið stórbrotna hér á Golf 1 á næstu dögum:

Jón Ásgeir, forseti GSÍ afhendir Ólafi Rafnssyni, forseta ÍSÍ, fyrsta eintakið af Golf á Íslandi! Mynd: Golf 1.

Lucinda Grímsdóttir og Helgi Daníelsson voru meðal þeirra sem komu að ritverkinu Golf á Íslandi. Mynd: Golf 1

Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari, (lengst t.v.) var meðal þeirra sem hlutu fyrstu bækurnar af Golf á Íslandi. Mynd: Golf 1

Nokkrir sem komu að verkinu Golf á Íslandi og aðstoðuðu við öflun mynda, sem prýða bókina. F.v.: Edwin Rögnvaldsson, golfvallararkítekt, Páll Ketilsson, ritstjóri Kylfings, Friðþjófur Helgason og Viðar Þorsteinsson, en sá síðastnefndi lét m.a. frábæra mynd af klúbbhúsinu í Grafarholti meðan enn var verið að byggja það 1964. Lengst t.h. er Jón Ásgeir Eyjólfsson, forseti GSÍ. Mynd: Golf 1
- október. 1. 2023 | 16:16 Ryder Cup 2023: Áhangendur streymdu á Marco Simone eftir sigur liðs Evrópu 16,5-11,5
- október. 1. 2023 | 15:40 Ryder Cup 2023: Fleetwood innsiglar sigur liðs Evrópu!!!
- október. 1. 2023 | 15:10 Ryder Cup 2023: Hovland, Rory og Hatton unnu sínar viðureignir – Rahm hélt jöfnu – Vantar bara 1/2 stig núna!!!
- október. 1. 2023 | 12:00 Ryder Cup 2023: Tvímenningsleikir sunnudagsins
- október. 1. 2023 | 08:00 Ryder Cup 2023: Evrópa 10,5 – Bandaríkin 5,5 e. 2. dag
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023