Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 28. 2012 | 08:45

Nökkvi T-27 eftir fyrri dag Leesburg Open

Nökkvi Gunnarsson, NK, tekur nú þátt í 3. móti  Florida Professional Golf  Tour, Leesburg Open og er að þessu sinni spilað á golfvelli Arlington Ridge golfklúbbsins.

Þátttakendur eru 42 og eru skor frekar lág, sá efsti eftir 1. hring, „heimamaðurinn“ Roger Rowland var á 9 undir pari, 61 höggi.

Nökkvi er T-27 þ.e. deilir 27. sætinu ásamt 5 öðrum eftir ágætis skor upp á 3 yfir pari, 73 högg á fyrri degi mótsins.

Golf 1 óskar Nökkva góðs gengis í dag!

Til þess að sjá stöðuna á Leesburg Open eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: