Alexander Gylfason spilar á NGA Golf Pro Tour í Flórída. Mynd: Í eigu Alexanders
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 28. 2012 | 09:00

NGA: Alexander Gylfason lauk 1. degi á Southern Dunes mótinu

Í gær hófst í Haines City á Southern Dunes Golf & CC 5. mótið á NGA Pro Golf Tour – Bridgestone Winter Series.  Þátttakendur eru 108.

Mótið stendur dagana 27.-29. nóvember og skorið er niður eftir daginn í dag og aðeins 36 efstu og þeir sem jafnir eru í 36. sætinu fá að spila lokahringinn til fjár.

Meðal þáttakenda er Alexander Gylfason.

Alexander spilaði fyrsta hringinn á 9 yfir pari, 81 höggi; fékk 2 fugla, 10 pör, 2 skolla en því miður líka 4 skramba.

Í efsta sæti eftir 1. dag eru Bandaríkjamennirnir Philip Choi „heimamaður frá Orlando, Flórída“ og Evan Harmeling frá Massachusetts,  á 6 undir pari, 66 höggum.

Golf 1 óskar Alexander góðs gengis í dag!

Til þess að sjá stöðuna í Southern Dunes SMELLIÐ HÉR: