Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 29. 2012 | 11:00

Enn að finnast golfboltar í afmælisgolfboltaleik Hótel Sögu

Í tilefni af 50 ára afmæli Hótel Sögu komu þeir á Hótel Sögu fyrir sérmerktum golfboltum á golfvöllum um allt land.

Enn eru nokkrir vel faldir boltar sem enginn hefir fundið, en afmælisleikur Hótel Sögu rennur út nú í árslok, þannig að nú fer hver að verða síðastur að skyggnast um eftir golfboltum, sé á annað borð allt ekki komið í kaf undir snjó.

Fyrir þann sem finnur golfbolta merktan Hótel Sögu, bíður frábær vinningur á Hótel Sögu.

Það var hann Bjarni Pétursson, sem fann Hótel Sögu golfboltann í haust á Jaðarsvelli á Akureyri.

Bjarni spilar ekki mikið golf en var að slá nokkrum boltum með konunni sinni og fann Hótel Sögu afmælisboltann.

Hann hlaut í vinning pakka frá Hótel Sögu sem heitir „Rómantísk Saga“ og er gisting í svítu á Hótel Sögu og kvöldverður á Grillinu.