Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 29. 2012 | 08:00

Nökkvi lauk keppni á Leesburg Open með hring upp á 71 högg

Nökkvi Gunnarsson, NK, spilaði seinni hringinn á  3. móti  Florida Professional Golf  Tour, Leesburg Open, í gær.

Að þessu sinni var spilað á golfvelli Arlington Ridge golfklúbbsins, í Flórída.

Nökkvi lék hringina 2 á samtals 4 yfir pari,  144 höggum  (73 71) og lauk keppni í 22. sæti.

Hann fór upp um 5 sæti en hann var jafn öðrum í 27. sæti eftir fyrri daginn.  Jafnframt vann Nökkvi sér inn skinna-vinninga á 7. holu á fyrri hring og 16. holu á seinni hring en þar fékk Nökkvi glæsiörn, en hvor vinningur um sig var upp á $330 (u.þ.b. 40.000,- íslenskar krónur samtals)

Í efsta sæti á Leesburg Open varð  „heimamaðurinn“ Roger Rowland á samtals 15 undir pari, 127 höggum (61 66).

Til þess að sjá úrslitin á Leesburg Open SMELLIÐ HÉR: