Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 28. 2012 | 12:30

Ian Poulter: „Málum yfirvaraskegg á Monu Lisu – það verða örugglega allir jafn hrifnir af því og breytingunum fyrirhuguðu á Old Course.“

Nú nýverið tilkynntu forsvarsmenn R&A um að þeir hefðu samþykkt tillögu golfvallararkítektsins Martin Hawtrees á Old Course á St. Andrews.

Það eru ekki allir jafnhrifnir af því að breytingar skuli fyrirhugaðar á jafn sögufrægum golfvelli og þeir síðustu til þess að tjá sig um það eru Ryder Cup hetja Evrópu í Medinah 2012, Ian Poulter og sænski kylfingurinn, snjalli, Robert Karlson.

Poulter  sagði m.a. eftirfarandi um breytingarnar fyrirhuguðu: „Ég veit, málum bara yfirvaraskegg á Monu Lisu og ég er viss um að allir verði yfir sig hrifnir. Þetta er það sama þegar verið er að eyðileggja frábæran völl, St. Andrews.“

Frægt verk Duchamp, en hann málaði yfirvaraskegg á Monu Lisu 1919 við mikla hneykslun listunnenda

Annar sem tók í sama streng og Poults er Svíinn Robert Karlsson. Hann sagði m.a. á Twitter: „Ég var að lesa að St. Andrews eigi að fara í gegnum endurhönnun!!!!!! Ég varð að athuga hvort þetta væri bara ekki aprílgabb!!!!!“ Síðan bætti hann við: „Ekki snerta heilagar grundir (St. Andrews), það er þegar búið að eyðileggja svo marga gamla, klassíska velli. Ekki þennan líka!!!!“

Heimild: Sky Sports