Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 29. 2012 | 09:00

NGA: Alexander komst ekki í gegnum niðurskurð í Southern Dunes mótinu

Alexander Gylfason tók þátt í 5. móti NGA Pro Golf Tour – Bridgestone Winter Series, en leikið var Southern Dunes Golf & CC í Haines City í Flórída.

Mótið stendur dagana 27.-29. nóvember og var skorið niður í gær eftir seinni dag mótsins og komust 36. efstu og þeir sem jafnir voru í 36. sætinu áfram í lokaumferðina.

Alexander Gylfason komst því miður ekki í gegnum niðurskurð að þessu sinni.

Hann lék á samtas 24 yfir pari, 168 höggum  (81 87) og var nokkuð mörgum höggum frá því að ná niðurskurði.

Í efsta sæti eftir 2 hringi eru heimamaðurinn James Vargas, frá Miami (68 68) og Ryan Brehm frá Michigan (67 69), báðir 8 undir pari.

Næsta mót á NGA Pro Golf Tour – Bridgestone Winter Series  verður í Shingle Creek Resort dagana 4.-6. desember n.k.

Til þess að sjá stöðuna í Southern Dunes SMELLIÐ HÉR: