Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 29. 2012 | 07:00

Rory: „Þetta var í fyrsta og eina skiptið sem ég notaði magapútter!“

Kylfingar er misjafnlega virkir á samskiptasíðunum. Rory McIlroy er t.a.m ekki jafnvirkur og Ian Poulter, en engu að síður setti Rory þessa mynd af sér inn á Twitter í gær.

Með myndinni var eftirfarandi texti: „Þetta var í fyrsta og eina skiptið sem ég notaði magapútter!“

Heimsins besti er því ekki í mjög svo fjölmennum hópi heimsklassagolfara sem koma til með að sjá eftir „bestu kylfunni í pokanum“ magapútternum, þegar bann R&A við notkun slíkra púttera árið 2016 kemur til framkvæmda.

Kylfingurinn Keegan Bradley hefir hótað málsókn verði magapútterarnir eða m.ö.o. „belly-arnir“ bannaðir og margir horfa með eftirsjá á eftir þeim kylfingar eins og Adam Scott o.fl.